„Lebensraum“ og Úkraína 19. ágúst 2010 06:00 Það er alger fásinna að Rússar hafi verið komnir á fremsta hlunn með að ráðast með her inn í Úkraínu í Appelsínugulu byltingunni svonefndu og að ESB hafi bjargað landinu frá vondu köllunum; minna ber á að Úkraína er hvorki í ESB né NATO. Þetta kom fram í grein Andrésar Péturssonar hjá Evrópusamtökunum í Fréttablaðinu í fyrradag. Svona málflutningur er ESB sinnum ekki til framdráttar, en hér er Rússagrýlan gamla góða vakin upp svo um munar. Þetta er í meira lagi ábyrgðarlaus málflutningur í stíl gamalla úreldra tíma og hæfir ekki upplýstum aðilum, áhugavert er hvaða heimildir liggja að baki. Appelsínugula byltingin í Úkraínu (sem gekk þar yfir haust og vetur 2004) var landsmönnum hins vegar engan veginn til góðs, lífkjör almennings hröpuðu og eru nú mun verri en hjá Rússum almennt. Um var að ræða frábærlega vel skipulagða maskínu sem gekk út á fyrirfram skrifaða dagskrá: mannflutninga á réttum stöðum, á réttum tímum, útifundi, mótmælaspjöld, tjöld, hátalarakerfi, gistingu, kost, drykkjarföng og fleira og fleira – fyrir þúsundir manna, sem að mestu voru fluttar til Kænugarðs frá vesturhéruðunum. Í Kiev er rússneska töluð 99 prósent en þjóðernissinnar eru afar sterkir í Vestur-Úkraínu. En þetta er allt önnur saga… Þýska orðið Lebensraum þýðist mun betur sem „lífsrými“ heldur en „landssvæði“ eins og Andrés þýðir það. Adolf Hitler átti vissulega við „lífsrými“ fyrir Germani í frjósömum sveitum Austur-Evrópu. Orðið fann foringinn sjálfur upp þegar hann sat inni og skrifaði Mein Kampf, löngu áður en flokkur hans NSDAP náði völdum á lýðræðislegan máta í kosningum í janúar 1933. Margt má gott um ESB segja en varast ber svona fullyrðingar og hleypidóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alger fásinna að Rússar hafi verið komnir á fremsta hlunn með að ráðast með her inn í Úkraínu í Appelsínugulu byltingunni svonefndu og að ESB hafi bjargað landinu frá vondu köllunum; minna ber á að Úkraína er hvorki í ESB né NATO. Þetta kom fram í grein Andrésar Péturssonar hjá Evrópusamtökunum í Fréttablaðinu í fyrradag. Svona málflutningur er ESB sinnum ekki til framdráttar, en hér er Rússagrýlan gamla góða vakin upp svo um munar. Þetta er í meira lagi ábyrgðarlaus málflutningur í stíl gamalla úreldra tíma og hæfir ekki upplýstum aðilum, áhugavert er hvaða heimildir liggja að baki. Appelsínugula byltingin í Úkraínu (sem gekk þar yfir haust og vetur 2004) var landsmönnum hins vegar engan veginn til góðs, lífkjör almennings hröpuðu og eru nú mun verri en hjá Rússum almennt. Um var að ræða frábærlega vel skipulagða maskínu sem gekk út á fyrirfram skrifaða dagskrá: mannflutninga á réttum stöðum, á réttum tímum, útifundi, mótmælaspjöld, tjöld, hátalarakerfi, gistingu, kost, drykkjarföng og fleira og fleira – fyrir þúsundir manna, sem að mestu voru fluttar til Kænugarðs frá vesturhéruðunum. Í Kiev er rússneska töluð 99 prósent en þjóðernissinnar eru afar sterkir í Vestur-Úkraínu. En þetta er allt önnur saga… Þýska orðið Lebensraum þýðist mun betur sem „lífsrými“ heldur en „landssvæði“ eins og Andrés þýðir það. Adolf Hitler átti vissulega við „lífsrými“ fyrir Germani í frjósömum sveitum Austur-Evrópu. Orðið fann foringinn sjálfur upp þegar hann sat inni og skrifaði Mein Kampf, löngu áður en flokkur hans NSDAP náði völdum á lýðræðislegan máta í kosningum í janúar 1933. Margt má gott um ESB segja en varast ber svona fullyrðingar og hleypidóma.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar