Framleiðsluverðmæti Fjarðaáls 100 milljarðar á ári 23. janúar 2010 16:51 Framleiðsluverðmæti Fjarðaáls austur á fjörðum nemur nú hátt í 100 milljörðum kr. á ári. Í fyrra framleiddi álverið rétt tæp 350.000 tonn af áli. Miðað við núverandi álverð á málmmarkaðinum í London er verðmæti þeirrar framleiðslu vel yfir 100 milljörðum. Heimsmarkaðsverð á áli stendur nú í 2.257 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga. Langtímaspár sérfræðinga á Bloomberg fréttaveitunni gera ráð fyrir að álverðið í ár verði að meðtali nokkuð yfir 2.000 dollurum á tonnið. Miðað við að álframleiðsla Fjarðaáls verði ekki minni á þessu ári en því síðasta verður framleiðsluverðmætið í ár aldrei undir ríflega 700 milljónum dollara eða um 90 milljörðum kr. og sennilega meira. Tómas Már Sigurðsson forstjóri Fjarðaáls, sem er dótturfélag bandaríska álrisans Alcoa, fjallar um árið í fyrra á vefsíðu álversins. Þar segir hann að árið 2009 var viðburðarríkt hjá Fjarðaáli. „Það hófst með látum, ekki bara á Austurvelli, heldur líka á mörkuðum og verð á áli var í frjálsu falli fyrstu mánuði ársins. En við brugðumst við af kappi og gerðum allt sem við gátum til að spyrna við. Miklu sparnaðarátaki var ýtt úr vör, hagræðing varð í hráefniskaupum og fjöldi annara tækifæra var nýttur. Það er ykkar hugviti og krafti að þakka að við náðum að bæta hina ýmsu þætti rekstrarins stórkostlega og þess vegna getum við sagt í dag að við séum að skila af okkur afar ásættanlegri niðurstöðu fyrir árið 2009," segir Tómas Már. „Framleiðslan var vel umfram væntingar og við fluttum út 349.433 tonn, nákvæmlega. Flest ef ekki öll framleiðslumarkmið náðust og í dag er ekkert álver í heiminum sem daglega framleiðir jafn mörg tonn í hverju keri og Fjarðaál. Og þegar árangurinn er skoðaður í hverju ferli fyrir sig kemur fljótlega í ljós að framfarir eru rauði þráðurinn hvert sem litið er. Við getum því verið afar stolt af árangri okkar á síðasta ári." Tómas Már fjallar m.a. um álver á Bakka í erindi sínu til starfsmanna. Þar segir: „Hvað Bakka varðar þá trúi ég enn að þar sé frábært tækifæri fyrir okkur til að auka starfsemi okkar á Íslandi. Við höfum unnið að því verkefni af fullum hug allt frá árinu 2006. Í október sl. tilkynnti iðnaðarráðherra okkur hins vegar að ríkisstjórnin myndi ekki framlengja viljayfirlýsingu við okkur um áframhaldandi vinnu við verkið. Það er því ekki vilji stjórnvalda að Alcoa byggi álver á Bakka.Þrátt fyrir það munum við klára á þessu ári vinnu við mat á umhverfis-áhrifum og sem fyrr vinna í nánu sambandi við sveitar-stjórnirnar þannig að hægt sé að hefja rannsóknarboranir á næsta sumri. Vonandi leiðir það til þess að þegar fram líða stundir verði hægt að byggja þar jafn glæsilegt álver og Fjarðaál er." Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Framleiðsluverðmæti Fjarðaáls austur á fjörðum nemur nú hátt í 100 milljörðum kr. á ári. Í fyrra framleiddi álverið rétt tæp 350.000 tonn af áli. Miðað við núverandi álverð á málmmarkaðinum í London er verðmæti þeirrar framleiðslu vel yfir 100 milljörðum. Heimsmarkaðsverð á áli stendur nú í 2.257 dollurum á tonnið m.v. þriggja mánaða framvirka samninga. Langtímaspár sérfræðinga á Bloomberg fréttaveitunni gera ráð fyrir að álverðið í ár verði að meðtali nokkuð yfir 2.000 dollurum á tonnið. Miðað við að álframleiðsla Fjarðaáls verði ekki minni á þessu ári en því síðasta verður framleiðsluverðmætið í ár aldrei undir ríflega 700 milljónum dollara eða um 90 milljörðum kr. og sennilega meira. Tómas Már Sigurðsson forstjóri Fjarðaáls, sem er dótturfélag bandaríska álrisans Alcoa, fjallar um árið í fyrra á vefsíðu álversins. Þar segir hann að árið 2009 var viðburðarríkt hjá Fjarðaáli. „Það hófst með látum, ekki bara á Austurvelli, heldur líka á mörkuðum og verð á áli var í frjálsu falli fyrstu mánuði ársins. En við brugðumst við af kappi og gerðum allt sem við gátum til að spyrna við. Miklu sparnaðarátaki var ýtt úr vör, hagræðing varð í hráefniskaupum og fjöldi annara tækifæra var nýttur. Það er ykkar hugviti og krafti að þakka að við náðum að bæta hina ýmsu þætti rekstrarins stórkostlega og þess vegna getum við sagt í dag að við séum að skila af okkur afar ásættanlegri niðurstöðu fyrir árið 2009," segir Tómas Már. „Framleiðslan var vel umfram væntingar og við fluttum út 349.433 tonn, nákvæmlega. Flest ef ekki öll framleiðslumarkmið náðust og í dag er ekkert álver í heiminum sem daglega framleiðir jafn mörg tonn í hverju keri og Fjarðaál. Og þegar árangurinn er skoðaður í hverju ferli fyrir sig kemur fljótlega í ljós að framfarir eru rauði þráðurinn hvert sem litið er. Við getum því verið afar stolt af árangri okkar á síðasta ári." Tómas Már fjallar m.a. um álver á Bakka í erindi sínu til starfsmanna. Þar segir: „Hvað Bakka varðar þá trúi ég enn að þar sé frábært tækifæri fyrir okkur til að auka starfsemi okkar á Íslandi. Við höfum unnið að því verkefni af fullum hug allt frá árinu 2006. Í október sl. tilkynnti iðnaðarráðherra okkur hins vegar að ríkisstjórnin myndi ekki framlengja viljayfirlýsingu við okkur um áframhaldandi vinnu við verkið. Það er því ekki vilji stjórnvalda að Alcoa byggi álver á Bakka.Þrátt fyrir það munum við klára á þessu ári vinnu við mat á umhverfis-áhrifum og sem fyrr vinna í nánu sambandi við sveitar-stjórnirnar þannig að hægt sé að hefja rannsóknarboranir á næsta sumri. Vonandi leiðir það til þess að þegar fram líða stundir verði hægt að byggja þar jafn glæsilegt álver og Fjarðaál er."
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira