Innlent

Gert kleift að endurskipuleggja fjármálin

Alþingi samþykkti í dag lög sem gera einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggja fjármál sín með því að fara í greiðsluaðlögun í allt að þrjú ár. Þeir sem sitja uppi með tvær fasteignir geta sett aðra fasteignina upp í skuldir sem hvíla á þeim báðum. Komið verður á fót embætti Umboðsmanns skuldara.

Fyrst skulum við að nefna lögin um greiðsluaðlögun einstaklinga. Markmiðið er að gera einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að skuldari geti staðið við skuldbindingar sínar um fyrirsjáanlega framtíð.

Tímabil greiðsluaðlögunar á að vera að jafnaði í eitt til þrjú ár. Að þeim tíma loknum skulu samningskröfur afskrifaðar nema samið sé um annað. En áfram skal greitt af veðkröfum sem rúmast innan matsvirðis eignar sem þær hvíla á.

Margir hafa lent í erfiðleikum eftir að hafa keypt nýja fasteign áður en þeir seldu gömlu eignina. Samkvæmt áður gildandi lögum varð skuldari að gera upp skuldir þessara eigna í sitt hvoru lagi. Með nýju lögunum getur hann hinsvegar látið eignarhlut sinn í annarri eigninni upp í skuldir á hinni.

Jafnframt verður komið á fót Umboðsmanni skuldara, ríkisstofnun sem gætir hagsmuna og réttinda skuldara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×