Viðskipti innlent

Arion banki yfirtekur hluta af starfsemi BM Vallá

Skiptastjóri þrotabús BM Vallár hefur gert samkomulag við Arion banka um að bankinn taki yfir hluta af steypustarfsemi BM Vallár en fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota fyrir skömmu.

Í tilkynniingu segir að með kaupunum er áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins tryggð. Fjöldi starfsmanna heldur störfum sínum og óvissu um stórframkvæmdir er eytt. Þessar framkvæmdir eru t.d. við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu og Bolungarvíkur- og Héðinsfjarðargöng, en fjöldi starfa tengist þessum verkefnum.

Hjá BM Vallá störfuðu 200 manns og mikilvægt var að leita allra leiða til þess að starfsemi félagsins héldi áfram.

Starfsemi BM Vallár á höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi er nú tímabundið í eigu Arion banka, auk færanlegrar steypustöðvar. Bankinn stefnir að því að selja fyrirtækið sem allra fyrst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×