Innlent

Gisti fangageymslu vegna líkamsárásar

Lögreglustöðin við Hverfisgötu
Lögreglustöðin við Hverfisgötu Mynd/AntonBrink
Nóttin var mestu leyti róleg hjá lögregluembættum landsins. Karlmaður um tvítugt var tekinn grunaður um ölvunarakstur á Selfossi upp úr klukkan fjögur í nótt. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Bæjarhátíðin Sumar á Selfossi fer þar fram í dag og í kvöld og býst varðstjóri lögreglunnar  í bænum við miklum mannfjölda.

Mikil umferð var um sýsluna í gær og fyrradag og er búist við að ef styttir upp í bænum muni umferðin aukast í dag. Mikil rigning er á svæðinu núna.

Einn gisti fangageymslur hjá Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu vegna líkamsárásar. Að öðru leyti var nóttin róleg.

Nóttin í Vestmannaeyjum var með rólegasta móti að sögn lögreglu, enda slett ærlega úr klaufunum í bænum um síðustu helgi á þjóðhátíð. Lögregla hafði afskipti af einum ökumanni sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna, en að öðru leyti komu engin mál inn á hennar borð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×