Innlent

Skipsstrand: Ferðamennirnir farnir í hvalaskoðun

SB skrifar
Höfuðstöðvar Puffin Express við Reykjavíkurhöfn.
Höfuðstöðvar Puffin Express við Reykjavíkurhöfn.

Hjörtur Hinriksson eigandi bátsins sem strandaði við Akurey í dag segir litla hættu hafa verið á ferðum. Ferðamönnunum hafi verið bjargað á annan bát í eigu fyrirtækisins og þeir séu nú í hvalaskoðunarferð.

"Ég er á vettvangi og þetta lítur ágætlega út miðað við aðstæður. Það er gott veður og báturinn liggur við skerið. Við reiknum með að hann verði laus um níu leitið í kvöld," segir Hjörtur Hinriksson en hann rekur hvala- og lundaskoðunarfyrirtækið Puffin Express.

Bátur fyrirtækisins, Skúlaskeið, strandaði í dag við Akurey en um borð var hópur ferðalanga í lundaskoðunarferð.

"Það varð engin vélarbilun, við vorum bara að lóna í kringum eyjuna að skoða lunda þegar við rekum á þetta sker. Sem betur fer var einn af bátum okkur í grenndinni og því tókst að ferja ferðamennina yfir á hann."

Spurður hvort strandið hafi verið áfall fyrir ferðamennina segir Hjörtur svo ekki vera: "Þeim brá nú ekki meira en það að þau fóru í hvalaskoðun strax á eftir. Þau eru úti á sjó núna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×