Handbolti

Flensburg aftur í þriðja sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alexander Petersson í leik með Flensburg.
Alexander Petersson í leik með Flensburg. Nordic Photos / Bongarts
Flensburg vann í kvöld fimm marka útisigur á Melsungen, 32-27, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld og endurheimti þar með þriðja sæti deildarinnar. Staðan í hálfleik var 16-14, Flensburg í vil en Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir liðið í leiknum. Hamburg og Kiel eru að berjast um meistaratitilinn en Flensburg á í harðri baráttu við Rhein-Neckar Löwen og Göppingen um þriðja sætið. Aðeins tvö stig skilja þessi þrjú lið að eins og sakir standa. Melsungen er í fjórtánda sæti deildarinnar með nítján stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×