Viðskipti innlent

BankNordik gefur út skuldabréf fyrir 27 milljarða

BankNordik, áður Færeyjabanki, mun gefa út skuldabréf upp á 1,2 milljarða danskra kr. eða um 27 milljarða kr. Skuldabréfin eru með gjalddaga 2. maí árið 2013 og eru tryggð af dönskum stjórnvöldum.

Í tilkynningu um málið segir að skuldabréfin verði skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og að viðskipti með þau hefjist á fimmtudag í þessari viku. Vextirnir á þessum bréfum eru fljótandi en bundir við þriggja mánaða CIBOR vexti auk 0,35% álags. BankNordik hefur möguleika á að kaupa bréfin fyrirfram með eins mánaðar fyrirvara, þó ekki fyrr en eftir 2. nóvember í ár.

Skuldabréfaútgáfan er liður í svokölluðum bankpakke II en það er aðstoð danskra stjórnvalda við bankakerfi landsins. Samkvæmt bankpakke II á BankNordik möguleika á að gefa út skuldabréf fyrir allt að 4 milljarða danskra kr. með ríkisábyrgð til þriggja ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×