Viðskipti innlent

Skulduðu 1400 milljarða við upphaf hruns

Í lok september 2008 skulduðu tuttugu stærstu skuldarar íslensku hluta bankanna rúmlega 1400 milljarða króna. Í skýrslunni er birtur listi þar sem skuldirnar eru vegnar út frá eiginlegum eignarhlut viðkomandi í fyrirtækjunum.

Robert Tchenguiz er þar eftstur með 306,2 milljarða króna og Ólafur Ólafsson í öðru sæti með 164,1 milljarð.

Athygli vekur að Jón Ásgeir Jóhannesson, eiginkona hans, og foreldrar eru öll meðal tuttugu stærstu skuldaranna, en skuldir þeirra í lok september 2008 námu 307,6 milljörðum króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×