Risagjalddagi framundan, hvert fara erlendar krónueignir? 29. nóvember 2010 12:39 Eins og víða hefur komið fram fellur ríkisbréfaflokkurinn RB 10 1012 á gjalddaga 10. desember næstkomandi. Flokkurinn hefur þá sérstöðu að eignarhald hans er nær eingöngu í höndum erlendra aðila, 93% í lok september, en markaðsvirðið er í dag um 53 milljarðar króna . Stærsta spurningin er nú hvert mun þetta fjármagn leita? Þetta segir í Markaðspunktum greiningar Arion banka þar sem leitað er svara við spurningunni. Munu erlendir aðilar færa sig í aðra styttri ríkisbréfaflokka, eða e.t.v. innlán og/eða munu þeir skipta stórum hluta af vaxtagreiðslunum í erlendan gjaldeyri? Í Markaðspunktunum segir að það sem aðgreinir RB 10 frá öðrum ríkisbréfaflokkum er augljóslega að styttra er í gjalddaga og að vaxtagreiðslur eru mun hærri en á öðrum ríkisbréfaflokkum. T.a.m. eru vaxtagreiðslur lengri flokka ríkisbréfa á bilinu 6-8,75% en vaxtagreiðsla RB 10 nemur 13,75%. „Því mætti e.t.v. ætla við fyrstu sýn að erlendir aðilar kjósi að kaupa RB 10 svo að þeim sé kleift að skipta vaxtagreiðslum yfir í erlendan gjaldeyri. Raunin hefur reyndar ekki verið sú á undangengnum misserum, þ.e. það er lítil fylgni milli vaxtagreiðslna af ríkisbréfaflokkum til erlendra aðila og veikingar krónunnar. Þó er ekki með öllu hægt að útiloka að raunin verði sú nú þegar flokkurinn lendir á gjalddaga," segir í Markaðspunktunum. „Hér má einnig benda á að erlendum aðilum er heimilt að skipta afborgunum og vöxtum af íbúðarbréfum (HFF 14) í erlendan gjaldeyri. Því gætu þeir komið fjármunum sínum úr landi með mun fljótari hætti með kaupum á íbúðarbréfum en með kaupum á ríkisbréfum, en hingað til hafa þeir haft lítinn áhuga á verðtryggðum bréfum eins og staða þeirra gefur til kynna." Í mars 2010 féll á gjalddaga stórt skuldabréf, RIKB 10 0317, en erlendir aðilar áttu ríflega 85% af þeim flokki sem svarar til 50 milljarða króna að markaðsvirði. Sama mánuð og flokkurinn féll á gjalddaga juku erlendir aðilar við sig í stystu flokkunum en þó ekki nóg til að vega upp á móti því sem féll á gjalddaga. Hefur því heildareign erlendra aðila í óverðtryggðum ríkisskuldabréfum lækkað töluvert frá byrjun árs. Svo virðist sem að það lausafé sem varð til hjá erlendum aðilum í mars 2010 hafi aldrei skilað sér að fullu aftur inn á skuldabréfamarkaðinn. Því er nærtækast að spyrja hvert peningurinn hefur farið. Nokkrir möguleikar eru til staðar: Vaxtagreiðslur hafi farið úr landi. Ekki er hægt að útiloka að eitthvað flæði hafi verið úr krónunni í formi vaxtagreiðslna af ríkisbréfum. Gengi krónunnar hefur ekki veikst í kringum stóra gjalddagi sem gefur vísbendingu um að öll vaxtagreiðslan hafi ekki farið samstundis úr landi. Erlendir aðilar hafi fjárfest í innlánum. Samkvæmt riti um Fjármálastöðugleika hafa innlán erlendra aðila í krónum aukist um 39 milljarða kr. á fyrstu 6 mánuðum árisins. Þetta virðist því skýra einhvern hluta af flæði erlendra aðila úr ríkisbréfaflokkunum. Svo má að lokum velta því fyrir sér hvort erlendir aðilar hafi fjárfest í öðrum verðbréfum t.d. verðtryggðum eða óskráðum skuldabréfum. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Eins og víða hefur komið fram fellur ríkisbréfaflokkurinn RB 10 1012 á gjalddaga 10. desember næstkomandi. Flokkurinn hefur þá sérstöðu að eignarhald hans er nær eingöngu í höndum erlendra aðila, 93% í lok september, en markaðsvirðið er í dag um 53 milljarðar króna . Stærsta spurningin er nú hvert mun þetta fjármagn leita? Þetta segir í Markaðspunktum greiningar Arion banka þar sem leitað er svara við spurningunni. Munu erlendir aðilar færa sig í aðra styttri ríkisbréfaflokka, eða e.t.v. innlán og/eða munu þeir skipta stórum hluta af vaxtagreiðslunum í erlendan gjaldeyri? Í Markaðspunktunum segir að það sem aðgreinir RB 10 frá öðrum ríkisbréfaflokkum er augljóslega að styttra er í gjalddaga og að vaxtagreiðslur eru mun hærri en á öðrum ríkisbréfaflokkum. T.a.m. eru vaxtagreiðslur lengri flokka ríkisbréfa á bilinu 6-8,75% en vaxtagreiðsla RB 10 nemur 13,75%. „Því mætti e.t.v. ætla við fyrstu sýn að erlendir aðilar kjósi að kaupa RB 10 svo að þeim sé kleift að skipta vaxtagreiðslum yfir í erlendan gjaldeyri. Raunin hefur reyndar ekki verið sú á undangengnum misserum, þ.e. það er lítil fylgni milli vaxtagreiðslna af ríkisbréfaflokkum til erlendra aðila og veikingar krónunnar. Þó er ekki með öllu hægt að útiloka að raunin verði sú nú þegar flokkurinn lendir á gjalddaga," segir í Markaðspunktunum. „Hér má einnig benda á að erlendum aðilum er heimilt að skipta afborgunum og vöxtum af íbúðarbréfum (HFF 14) í erlendan gjaldeyri. Því gætu þeir komið fjármunum sínum úr landi með mun fljótari hætti með kaupum á íbúðarbréfum en með kaupum á ríkisbréfum, en hingað til hafa þeir haft lítinn áhuga á verðtryggðum bréfum eins og staða þeirra gefur til kynna." Í mars 2010 féll á gjalddaga stórt skuldabréf, RIKB 10 0317, en erlendir aðilar áttu ríflega 85% af þeim flokki sem svarar til 50 milljarða króna að markaðsvirði. Sama mánuð og flokkurinn féll á gjalddaga juku erlendir aðilar við sig í stystu flokkunum en þó ekki nóg til að vega upp á móti því sem féll á gjalddaga. Hefur því heildareign erlendra aðila í óverðtryggðum ríkisskuldabréfum lækkað töluvert frá byrjun árs. Svo virðist sem að það lausafé sem varð til hjá erlendum aðilum í mars 2010 hafi aldrei skilað sér að fullu aftur inn á skuldabréfamarkaðinn. Því er nærtækast að spyrja hvert peningurinn hefur farið. Nokkrir möguleikar eru til staðar: Vaxtagreiðslur hafi farið úr landi. Ekki er hægt að útiloka að eitthvað flæði hafi verið úr krónunni í formi vaxtagreiðslna af ríkisbréfum. Gengi krónunnar hefur ekki veikst í kringum stóra gjalddagi sem gefur vísbendingu um að öll vaxtagreiðslan hafi ekki farið samstundis úr landi. Erlendir aðilar hafi fjárfest í innlánum. Samkvæmt riti um Fjármálastöðugleika hafa innlán erlendra aðila í krónum aukist um 39 milljarða kr. á fyrstu 6 mánuðum árisins. Þetta virðist því skýra einhvern hluta af flæði erlendra aðila úr ríkisbréfaflokkunum. Svo má að lokum velta því fyrir sér hvort erlendir aðilar hafi fjárfest í öðrum verðbréfum t.d. verðtryggðum eða óskráðum skuldabréfum.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira