Viðskipti innlent

Sparisjóðirnir lækka vexti á inn- og útlánum

Sparisjóðir Íslands.
Sparisjóðir Íslands.

Sparisjóðirnir lækka vexti á inn- og útlánum í framhaldi af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans.

Þetta hefur í för með sér að vextir á óverðtryggðum inn- og útlánum lækka um allt að 0,5% frá 1. júlí n.k..

Sparisjóðirnir vilja koma eftirfarandi á framfæri eftir úrskurð Hæstaréttar í dómum um fjármögnunarsamninga í íslenskum krónum með gengistryggingu:

Sparisjóðirnir eiga ekki aðild að þeim málum sem dæmt var í en telja jákvætt að ákveðinni réttaróvissu hafi verið eytt varðandi þessa tegund fjármögnunarsamninga.

Starfsmenn sparisjóðanna eru að fara yfir dómana og fylgjast með þróun mála m.a. hjá stjórnvöldum og eftirlitsaðilum.

Frekari tilkynning um framkvæmd innheimtu, endurreikning á greiðslum og tengda þætti er að vænta á allra næstu dögum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×