Viðskipti innlent

Arion banki býður 79 íbúðir til sölu í Skuggahverfinu

101 Skuggahverfi býður til sölu 79 íbúðir sem staðsettar eru á einum eftirsóttasta stað höfuðborgarsvæðisins. Um er að ræða þyrpingu íbúðabygginga í miðborg Reykjavíkur á einum fegursta útsýnisstað borgarinnar.

Þetta kemur fram á vefsíðu Arion banka. Þar segir að 101 Skuggahverfi er í eigu Landeyar ehf., dótturfélags Arion banka. Landey tók til starfa haustið 2009 og er ætlað að fara með eignarhald á nýbyggingum og fasteignaþróunarverkefnum sem bankinn hefur eignast og eru ekki tekjuskapandi.

Markmið Landeyjar er að varðveita og hámarka þau verðmæti sem bundin eru í eignum félagsins og er sala þessara 79 íbúða liður í því.

Eftirfarandi íbúðir er nú boðnar til sölu, í heild eða að hluta:

VATNSSTÍGUR 16-18, 40 íbúðir, 5.665 birtir m2

VATNSSTÍGUR 14, 8 íbúðir, 1.007 birtir m2

LINDARGATA 37, 31 íbúð, 3.755 birtir m2

Fasteignirnar afhendast á ólíkum byggingarstigum.

Auk þess er til sölu byggingarréttur fyrir:

LINDARGÖTU 39, 3.789 birtir m2

VATNSSTÍG 20-22, 5.822 birtir m2








Fleiri fréttir

Sjá meira


×