Viðskipti innlent

Verulegur viðsnúningur í rekstri Nýherja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, segir að áætlun um afkomu fyrirtækisins hafi gengið eftir. Mynd/ E. Ól.
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, segir að áætlun um afkomu fyrirtækisins hafi gengið eftir. Mynd/ E. Ól.
Verulegur viðsnúningur hefur orðið í rekstri Nýherja á fyrri árshelmingi ársins miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Samkvæmt árshlutauppgjöri fyrirtækisins varð 100 milljóna króna heildarhagnaður á fyrri árshelmingi, en heildartapa var 71 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra.

EBITDA var 123 milljónir á öðrum ársfjórðungi en var neikvæða um 109 milljónir á sama tímabili í fyrra.

Þá var vörusala innanlands í öðrum ársfjórðungi 30% meiri en á sama tímabili í fyrra.

„Áætlun um afkomu félagsins gekk eftir á fyrri árshelmingi og eru horfur vænlegar fyrir síðari árshelming," segir Þórður Sverrisson forstjóri fyrirtækisins í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×