Viðskipti innlent

Nýtt félag tekur við rekstrinum á Hofsá

Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár mun taka taka við þjónustu og sölu veiðileyfa í Hofsá eftir 19. ágúst nk. af Stangveiðifélagi Hofsá ehf.

Í tilkynningu segir að þeir veiðimenn sem keypt höfðu veiðileyfi af Stangveiðifélaginu Hofsá ehf. eftir 19. ágúst munu halda sínum veiðileyfum á sömu kjörum, en þeim er vinsamlegst bent á að staðfesta það hjá Jóni Magnúsi Sigurðarsyni á Einarsstöðum í síma 899 5458.

Þetta var niðurstaða í samkomulagi milli Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár og núverandi leigutaka Stangveiðifélags Hofsá ehf. og þakkar stjórnin samstarfið á liðinum árum. Varðandi ráðstöfun á veiði í Hofsá fyrir næstu ár verður ákveðið innan tíðar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×