Umfjöllun: Fimm marka tap hjá landsliðinu í Austurríki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2010 20:06 Ólafur Stefánsson var langatkvæðamestur í kvöld. Mynd/Stefán Strákarnir okkar töpuðu með fimm marka mun á móti Austurríki, 28-23, í Austurríki í dag í undankeppni EM í handbolta sem fer fram í Serbíu árið 2012. Íslenska liðið náði ekki að rífa sig upp eftir slakan fyrsta leik á móti Lettum og voru strákarnir að elta austurríska liðið allan tímann. Austurríki var 12-11 yfir í hálfleik en lagði grunninn að sigrinum með því að vinna tvo kafla manni færri samtals 4-0 um miðjan seinni hálfleikinn. Ólafur Stefánsson var markahæstur í íslenska liðinu með ellefu mörk eða átta mörkum meira en næsti maður sem var Alexander Peterssons sem lék þó ekkert með í seinni hálfleik vegna meiðsla. Það munaði miklu um markvörsluna í leiknum því á sama tíma og Nikola Marinovic fór á kostum í marki Austurríkis og varði 26 skot þá vörðu íslensku markverðirnir aðeins 9 skot. Íslensku strákarnir áttu ekki svar við góðum leik heimamanna sem hafa nú tekið þrjú stig í fyrstu tveimur leikjum sínum á móti Þýskalandi á útivelli og svo á móti Íslandi í kvöld. Alexander Petersson skoraði fyrsta markið í leiknum en það var eina skiptið sem íslenska liðið var yfir í fyrri hálfleik. Björgvin Páll Gústavsson byrjaði ekki vel í markinu, varði ekki skot fyrstu tíu mínúturnar og átti síðan skelfilega sendingu sem gaf Austurríki mark á silfurfati og kom þeim tveimur mörkum yfir, 3-1. Björgvin fékk ekki nema tíu mínútur því Hreiðar var kominn í markið þegar Austurríki var búinn að skora úr fyrstu fimm skotunum. Íslenska liðið fékk á sig tvo brottrekstra á stuttum tíma og Austurríkismenn nýtti sér mjög vel að vera manni fleiri og náðu fjögurrra marka forksoti, 8-4, þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Nikola Marinovic var öflugur í markinu á þessum kafla og það tók Hreiðar Guðmundsson nokkurn tíma að koma sér í gang eftir að hann kom inn á en Hreiðar varði síðan fimm skot á lokakafla hálfleiksins. Íslensku strákarnir svöruðu með þremur mörkum í röð en komust ekki nær og Austurríkismenn héldu áfram frumkvæðinu í leiknum. Íslenska liðið varð fyrir miklu áfall rúmlega fimm mínútum fyrir hálfleik þegar Alexander Petersson tognaði illa á ökkla þegar hann steig á mótherja um leið og hann fór inn úr horninu. Alexander var þá búinn að skora þrjú mörk fyrir íslenska liðið. Íslenska liðið átti möguleika að jafna leikinn í 11-11 en boltinn var þá dæmdur af Ólafi Stefánssyni í tveimur sóknum í röð og austurríska liðið svaraði með því að ná aftur tveggja marka forskoti. Íslenska liðið átti hinsvegar síðasta orðið í hálfleiknum þegar Róbert Gunnarsson minnkaði muninnn í 12-11 eftir að hafa fengið línusendingu frá Ólafi Stefánssyni. Ólafur Stefánsson skoraði fimm af fyrstu sjö mörkum íslenska liðsins og var kominn með 6 mörk í hálfleik. Hægri vængurinn skilaði 9 af 11 mörkum í fyrri hálfeiknum og ekkert mark kom af þeim vinstri. Viktor Szilagyi byrjaði seinni hálfleikinn með tveimur mörkum og gaf tóninn fyrir sína menn. Austurríkismenn lögðu hinsvegar grunninn að sigrinum með því að fara á kostum manni færri. Íslenska liðið fór fyrst mjög illa með stöðuna manni fleiri eftir að Arnór Atlason hafði skorað gott hraðaupplaupsmark og minnkaði muninn í 14-13. Austurríki vann kaflann 2-0 og komst þremur mörkum yfir, 16-13. Það var ekki nóg viðvörun fyrir íslenska liðið því Austurríkismenn endurtóku leikinn skömmu síðar, unnu annan kafla manni færri 2-0 og komst á endanum 21-16 yfir. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, tók þá leikhlé en íslenska liðið náði áðeins að bíta frá sér og ná muninunum niður í þrjú mörk ekki síst fyrir góða innkom Odds Gretarssonar. Lengra komst íslenska liðið ekki og Austurríkismenn lönduðu sannfærandi sigri.Austurríki-Ísland 28-23 (12-11)Mörk Íslands: Ólafur Indriði Stefánsson 11/6 (15/7), Alexander Petersson 3 (7), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (2), Róbert Gunnarsson 2 (3), Oddur Gretarsso 2 (3), Arnór Atlason 2 (6), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (6/1), Aron Pálmarsson (4), Hannes Jón Jónsson (2), Ingimundur Ingimundarson (1).Varin skot: Hreiðar Levy Guðmundsson 9 (26/1, 35%), Björgvin Páll Gústavsson 0 (11/0, 0%).Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Ásgeir, Alexander, Oddur)Fiskuð víti (Róbert 3, Ingimundur, Ólafur, Hannes, Oddur, Ásgeir Örn) Handbolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Strákarnir okkar töpuðu með fimm marka mun á móti Austurríki, 28-23, í Austurríki í dag í undankeppni EM í handbolta sem fer fram í Serbíu árið 2012. Íslenska liðið náði ekki að rífa sig upp eftir slakan fyrsta leik á móti Lettum og voru strákarnir að elta austurríska liðið allan tímann. Austurríki var 12-11 yfir í hálfleik en lagði grunninn að sigrinum með því að vinna tvo kafla manni færri samtals 4-0 um miðjan seinni hálfleikinn. Ólafur Stefánsson var markahæstur í íslenska liðinu með ellefu mörk eða átta mörkum meira en næsti maður sem var Alexander Peterssons sem lék þó ekkert með í seinni hálfleik vegna meiðsla. Það munaði miklu um markvörsluna í leiknum því á sama tíma og Nikola Marinovic fór á kostum í marki Austurríkis og varði 26 skot þá vörðu íslensku markverðirnir aðeins 9 skot. Íslensku strákarnir áttu ekki svar við góðum leik heimamanna sem hafa nú tekið þrjú stig í fyrstu tveimur leikjum sínum á móti Þýskalandi á útivelli og svo á móti Íslandi í kvöld. Alexander Petersson skoraði fyrsta markið í leiknum en það var eina skiptið sem íslenska liðið var yfir í fyrri hálfleik. Björgvin Páll Gústavsson byrjaði ekki vel í markinu, varði ekki skot fyrstu tíu mínúturnar og átti síðan skelfilega sendingu sem gaf Austurríki mark á silfurfati og kom þeim tveimur mörkum yfir, 3-1. Björgvin fékk ekki nema tíu mínútur því Hreiðar var kominn í markið þegar Austurríki var búinn að skora úr fyrstu fimm skotunum. Íslenska liðið fékk á sig tvo brottrekstra á stuttum tíma og Austurríkismenn nýtti sér mjög vel að vera manni fleiri og náðu fjögurrra marka forksoti, 8-4, þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Nikola Marinovic var öflugur í markinu á þessum kafla og það tók Hreiðar Guðmundsson nokkurn tíma að koma sér í gang eftir að hann kom inn á en Hreiðar varði síðan fimm skot á lokakafla hálfleiksins. Íslensku strákarnir svöruðu með þremur mörkum í röð en komust ekki nær og Austurríkismenn héldu áfram frumkvæðinu í leiknum. Íslenska liðið varð fyrir miklu áfall rúmlega fimm mínútum fyrir hálfleik þegar Alexander Petersson tognaði illa á ökkla þegar hann steig á mótherja um leið og hann fór inn úr horninu. Alexander var þá búinn að skora þrjú mörk fyrir íslenska liðið. Íslenska liðið átti möguleika að jafna leikinn í 11-11 en boltinn var þá dæmdur af Ólafi Stefánssyni í tveimur sóknum í röð og austurríska liðið svaraði með því að ná aftur tveggja marka forskoti. Íslenska liðið átti hinsvegar síðasta orðið í hálfleiknum þegar Róbert Gunnarsson minnkaði muninnn í 12-11 eftir að hafa fengið línusendingu frá Ólafi Stefánssyni. Ólafur Stefánsson skoraði fimm af fyrstu sjö mörkum íslenska liðsins og var kominn með 6 mörk í hálfleik. Hægri vængurinn skilaði 9 af 11 mörkum í fyrri hálfeiknum og ekkert mark kom af þeim vinstri. Viktor Szilagyi byrjaði seinni hálfleikinn með tveimur mörkum og gaf tóninn fyrir sína menn. Austurríkismenn lögðu hinsvegar grunninn að sigrinum með því að fara á kostum manni færri. Íslenska liðið fór fyrst mjög illa með stöðuna manni fleiri eftir að Arnór Atlason hafði skorað gott hraðaupplaupsmark og minnkaði muninn í 14-13. Austurríki vann kaflann 2-0 og komst þremur mörkum yfir, 16-13. Það var ekki nóg viðvörun fyrir íslenska liðið því Austurríkismenn endurtóku leikinn skömmu síðar, unnu annan kafla manni færri 2-0 og komst á endanum 21-16 yfir. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, tók þá leikhlé en íslenska liðið náði áðeins að bíta frá sér og ná muninunum niður í þrjú mörk ekki síst fyrir góða innkom Odds Gretarssonar. Lengra komst íslenska liðið ekki og Austurríkismenn lönduðu sannfærandi sigri.Austurríki-Ísland 28-23 (12-11)Mörk Íslands: Ólafur Indriði Stefánsson 11/6 (15/7), Alexander Petersson 3 (7), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (2), Róbert Gunnarsson 2 (3), Oddur Gretarsso 2 (3), Arnór Atlason 2 (6), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (6/1), Aron Pálmarsson (4), Hannes Jón Jónsson (2), Ingimundur Ingimundarson (1).Varin skot: Hreiðar Levy Guðmundsson 9 (26/1, 35%), Björgvin Páll Gústavsson 0 (11/0, 0%).Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Ásgeir, Alexander, Oddur)Fiskuð víti (Róbert 3, Ingimundur, Ólafur, Hannes, Oddur, Ásgeir Örn)
Handbolti Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira