Viðskipti innlent

LV eykur hlut sinn í Marel

Lífeyrissjóður verslunnarmanna (LV) hefur aukið hlut sinn í Marel um 1,37%. Þetta kemur fram í flöggun um kaupin í Kauphöllinni. Flöggunin er til komin þar sem hlutur LV í Marel fór yfir 5% við kaupin í morgun og stendur nú í 5,82%.

Eins og fram kom í fréttum í morgun hefur Horn fjárfestingarfélag selt 7% af um 20% hlut sínum en Horn heldur utan um hlutabréfaeignir Landsbankans. Horn er eftir sem áður annar stærsti hluthafinn í Marel.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×