Innlent

Kannabisræktun stöðvuð í Grafarvogi

105 plöntur voru í ræktun og voru gróðurhúsalampar og vökvunarkerfi í íbúðinni til að glæða vöxtinn. Myndin er úr safni.
105 plöntur voru í ræktun og voru gróðurhúsalampar og vökvunarkerfi í íbúðinni til að glæða vöxtinn. Myndin er úr safni. Mynd/Stefán Karlsson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upprætti umsvifamikla kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi seint í gærkvöldi samkvæmt ábendingum.

105 plöntur voru þar í ræktun og voru gróðurhúsalampar og vökvunarkerfi í íbúðinni til að glæða vöxtinn. Húsráðandinn var handtekinn og er í vörslu lögreglu, sem lagði hald á plönturnar, og verður þeim eytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×