LeBron James er samningslaus í sumar og eru mörg félög sem vilja fá besta leikmann heims í sínar raðir. Los Angeles Clippers er eitt þeirra.
Stuðningsmenn liðsins marseruðu og héldu hreinlega veislu fyrir framan Staples Center til að sýna LeBron James hversu heitt þeir þrá að fá hann til félagsins.
Stuðningsmennirnir nýttu sér athyglina í kringum leik Lakers og Phoenix í nótt til að fá athygli og tókst vel upp.
"Við viljum Kónginn" og "L-B-J" sögðu skilti frá æstum stuðningsmönnum auk ýmissa fleiri, meðal annars "LeBron vs. Kobe fjórum sinnum á ári."
Stuðningsmenn Clippers marsera fyrir LeBron James
Hjalti Þór Hreinsson skrifar
