Innlent

Ólafur og Dorrit á fremst bekk

Mikil hamingja ríkir í Svíþjóð vegna brúðkaupsins.
Mikil hamingja ríkir í Svíþjóð vegna brúðkaupsins.

Viktoría, krónprinsessa Svíþjóðar, játaðist heitmanni sínum, Olav Daniel Westling, í dómkirkjunni í Stokkhólmi nú þegar klukkuna vantaði fimm mínútur í tvö. Brúðkaupsathöfnin hófst klukkan hálftvö en meðal gesta eru þjóðhöfðingjar Norðurlanda og fulltrúar konungsfjölskyldna Evrópuríkja. Íslensku forsetahjónin, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussajef, sitja á fremsta bekk í kirkjunni en þau færa brúðhjónunum myndarlega glerskál að gjöf.

Eftir brúðkaupið akabrúðhjónin sjö kílómetra leið um Stokkhólm í hestvagni, meðan 20 hljómsveitir leikalög meðfram leiðinni. 6000 hermenn standa heiðursvörð víðsvegar um Stokkhólm og 18 orrustuþotur fljúga yfir höfðum brúðhjónanna. 2000 lögreglumenn halda uppi lögum og reglu í þessari viðamestu varðgæslu Stokkhólmslögreglunnar frá upphafi. Að ökuferð brúðhjónanna lokinni verður svo hátíðarkvöldverður í konungshöllinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×