Gnúpur misnotaður í aðdraganda hruns 10. maí 2010 06:00 Eftir því sem næst verður komist beittu stjórnendur Glitnis ýmsum ráðum til að forðast að eignir Gnúps lentu í bókum bankans eftir að fyrri hluthafar fóru frá félaginu. Fréttablaðið/Hari Stjórnendur Glitnis héldu lífi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi til þess að geta fært þangað eigin bréf þegar bankinn var kominn að mörkum þess sem hann mátti eiga. Þetta mál mun vera á meðal þeirra sem eru í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert málanna sem eru í skoðun tengist fyrri eigendum Gnúps. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku er líklegt að farið verði fram á gjaldþrotaskipti Gnúps á næstu vikum. Gnúpur var fyrsta fjárfestingarfyrirtækið sem lenti í hremmingum þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2007. Félagið var annar stærsti hluthafi FL Group, sem átti um þriðjungshlut í Glitni. Þá átti Gnúpur jafnframt stóran hlut í Kaupþingi. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þegar Gnúpur lenti í greiðsluerfiðleikum í desembermánuði 2007 sneru bankarnir bökum saman og tóku þær eignir sem þeir áttu veð í með um helmingsafslætti. Þetta voru Kaupþing bæði hér og í Lúxemborg, Landsbankinn, Icebank og Glitnir. Þar af tók Kaupþing eigin bréf en lánaði Gift, dótturfélagi Samvinnutrygginga, tuttugu milljarða króna til kaupa á hlutabréfum Gnúps í bankanum. Þá tók stjórn Glitnis til svipaðra ráða. Bankinn lánaði Fons, félagi að mestu í eigu Pálma Haraldssonar, tíu milljarða til að kaupa stærstan hluta Gnúps í FL Group. Önnur félög fengu sambærilega fyrirgreiðslu til kaupa á eignum Gnúps sem tengdust bankanum og stærstu eigendum hans. Þar á meðal fékk félagið FS37, síðar Stím, lán til kaupa á hlutabréfum í Glitni og FL Group. Þessu til viðbótar bjó bankinn til fjárfestingarfélagið Stapa og lánaði því tæpa sautján milljarða til að kaupa eignarhlut Gnúps í fasteignafélaginu Landic Properties og tískuvörukeðjunni Mosaic Fashions. Einn stjórnenda Glitnis mun hafa átt frumkvæðið að því að selja Stapa til bókaútgefanda, sem var grunlaus um eignatilfærslu bankans. Eftir fall Gnúps lenti félagið í höndum lögmannanna Lárentsínusar Kristjánssonar og Steinars Guðgeirssonar hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Eftir fall Glitnis tók skilanefnd bankans við því. jonab@frettabladid.is Stím málið Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Stjórnendur Glitnis héldu lífi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi til þess að geta fært þangað eigin bréf þegar bankinn var kominn að mörkum þess sem hann mátti eiga. Þetta mál mun vera á meðal þeirra sem eru í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert málanna sem eru í skoðun tengist fyrri eigendum Gnúps. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku er líklegt að farið verði fram á gjaldþrotaskipti Gnúps á næstu vikum. Gnúpur var fyrsta fjárfestingarfyrirtækið sem lenti í hremmingum þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2007. Félagið var annar stærsti hluthafi FL Group, sem átti um þriðjungshlut í Glitni. Þá átti Gnúpur jafnframt stóran hlut í Kaupþingi. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þegar Gnúpur lenti í greiðsluerfiðleikum í desembermánuði 2007 sneru bankarnir bökum saman og tóku þær eignir sem þeir áttu veð í með um helmingsafslætti. Þetta voru Kaupþing bæði hér og í Lúxemborg, Landsbankinn, Icebank og Glitnir. Þar af tók Kaupþing eigin bréf en lánaði Gift, dótturfélagi Samvinnutrygginga, tuttugu milljarða króna til kaupa á hlutabréfum Gnúps í bankanum. Þá tók stjórn Glitnis til svipaðra ráða. Bankinn lánaði Fons, félagi að mestu í eigu Pálma Haraldssonar, tíu milljarða til að kaupa stærstan hluta Gnúps í FL Group. Önnur félög fengu sambærilega fyrirgreiðslu til kaupa á eignum Gnúps sem tengdust bankanum og stærstu eigendum hans. Þar á meðal fékk félagið FS37, síðar Stím, lán til kaupa á hlutabréfum í Glitni og FL Group. Þessu til viðbótar bjó bankinn til fjárfestingarfélagið Stapa og lánaði því tæpa sautján milljarða til að kaupa eignarhlut Gnúps í fasteignafélaginu Landic Properties og tískuvörukeðjunni Mosaic Fashions. Einn stjórnenda Glitnis mun hafa átt frumkvæðið að því að selja Stapa til bókaútgefanda, sem var grunlaus um eignatilfærslu bankans. Eftir fall Gnúps lenti félagið í höndum lögmannanna Lárentsínusar Kristjánssonar og Steinars Guðgeirssonar hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Eftir fall Glitnis tók skilanefnd bankans við því. jonab@frettabladid.is
Stím málið Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Sjá meira