Lífið

Leikararnir hálfnaðir með annað bindi

Bergur Ingólfsson leikari er einnig búinn að standa sína vakt.
Bergur Ingólfsson leikari er einnig búinn að standa sína vakt. Borgarleikhúsið
"8.7.3.16 Eyrir Invest ehf. Mynd 110 sýnir útlán stóru bankanna þriggja til Eyris Invest ehf. og tengdra aðila," sagði leikkonan Linda Ásgeirsdóttir á Nýja sviði Borgarleikhússins rétt í þessu. Hún var að lesa upp af blaðsíðu 157 af 340 í öðru bindi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Linda og Hrefna Hallgrímsdóttir eru búnar að skipta með sér lestrinum síðasta klukkutímann.

Talið er að lestur skýrslunnar muni taka leikara Borgarleikhússins fimm til sex sólahringa. Fólk tekur vel í uppátækið og fylgjast fjölmargir með lestrinum á netinu og leggja einnig leið sína í leikhúsið. Setið var í salnum nánast í alla nótt.

Hægt er að fylgjast með upplestrinum hér.


Tengdar fréttir

Skýrslan gerð opinber - lesið hana hér

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008 hefur verið gerð aðgengileg. Hana má nálgast hér. Prentuð útgáfa skýrslunnar verður síðan seld í bókabúðum og kostar eintakið sex þúsund krónur. Vefútgáfan er hinsvegar öllu ítarlegri og því á þriðja þúsund blaðsíður að lengd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.