Reykjaneshöfn vantar tvo milljarða til að standa í skilum 22. október 2010 10:03 Reykjaneshöfn vantar tvo milljarða á næstu 15 mánuðum eingöngu til að standa í skilum. Þá er ótalið það fé sem sem vantar til að standa undir framkvæmdum. Fjallað er um málið í Víkurfréttum en þetta kom fram í máli Friðjóns Einarssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingar, á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn. Málefni hafnarinnar voru þar til umræðu en fjárhagsstaða hennar er slæm. Um næstu mánaðamót er gjalddagi á um 100 milljóna króna láni til hafnarinnar. Bæjarstjóri segir unnið að því að semja við lánadrottna. Atvinnu- og hafnarráð hefur samþykkt að leita samninga við Capacent um stefnumótun fyrir Reykjaneshöfn. Friðjón Einarsson sagðist ekki skilja þá ráðstöfun. „Ég hefði frekar viljað að við settum saman vinnuhóp bæjarráðsmanna og hafnarinnar til að vinna þetta almennilega og gera okkur grein fyrir þeirri stöðu sem þarna er komin upp. Vanskilin eru gríðarleg og það er ljóst að okkur vantar um tvo milljarða á næstu 15 mánuðum, bara til að standa í skilum, ekki í framkvæmdir heldur eingöngu til að standa í skilum," sagði Friðjón. Hann vitnaði í fyrri skýrslu Capacent fyrir Reykjanesbæ þar sem settir voru ýmsir fyrirvarar við vinnu fyrirtækisins. Þær kæmi m.a. fram að Capacent ábyrgist ekki nákvæmni eða áreiðanleika þeirra upplýsinga sem fram kæmu í skýrslunni. Capacent hefði ekki nema að takmörkuðum hluta leitað staðfestingar á þeim upplýsingum og forsendum sem skýrslan byggðist á. „Ef við ætlum að ráða Capacent í þetta vil ég ekki sjá svona fyrirvara því það skiptir þá engu máli hvað stendur í þessari skýrslu," sagði Friðjón. Eins og greint hefur verið frá beitti Kauphöllin Reykjaneshöfn févíti á dögunum upp á 1,5 milljónir króna þar sem höfnin var talin hafa brotið reglur Kauphallarinnar. Gjaldfallið lán hafði ekki verið tilkynnt með þeim hætti sem ber að gera á skuldabréfum sem skráð eru í Kauphöllinni. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Reykjaneshöfn vantar tvo milljarða á næstu 15 mánuðum eingöngu til að standa í skilum. Þá er ótalið það fé sem sem vantar til að standa undir framkvæmdum. Fjallað er um málið í Víkurfréttum en þetta kom fram í máli Friðjóns Einarssonar, bæjarfulltrúa Samfylkingar, á bæjarstjórnarfundi á þriðjudaginn. Málefni hafnarinnar voru þar til umræðu en fjárhagsstaða hennar er slæm. Um næstu mánaðamót er gjalddagi á um 100 milljóna króna láni til hafnarinnar. Bæjarstjóri segir unnið að því að semja við lánadrottna. Atvinnu- og hafnarráð hefur samþykkt að leita samninga við Capacent um stefnumótun fyrir Reykjaneshöfn. Friðjón Einarsson sagðist ekki skilja þá ráðstöfun. „Ég hefði frekar viljað að við settum saman vinnuhóp bæjarráðsmanna og hafnarinnar til að vinna þetta almennilega og gera okkur grein fyrir þeirri stöðu sem þarna er komin upp. Vanskilin eru gríðarleg og það er ljóst að okkur vantar um tvo milljarða á næstu 15 mánuðum, bara til að standa í skilum, ekki í framkvæmdir heldur eingöngu til að standa í skilum," sagði Friðjón. Hann vitnaði í fyrri skýrslu Capacent fyrir Reykjanesbæ þar sem settir voru ýmsir fyrirvarar við vinnu fyrirtækisins. Þær kæmi m.a. fram að Capacent ábyrgist ekki nákvæmni eða áreiðanleika þeirra upplýsinga sem fram kæmu í skýrslunni. Capacent hefði ekki nema að takmörkuðum hluta leitað staðfestingar á þeim upplýsingum og forsendum sem skýrslan byggðist á. „Ef við ætlum að ráða Capacent í þetta vil ég ekki sjá svona fyrirvara því það skiptir þá engu máli hvað stendur í þessari skýrslu," sagði Friðjón. Eins og greint hefur verið frá beitti Kauphöllin Reykjaneshöfn févíti á dögunum upp á 1,5 milljónir króna þar sem höfnin var talin hafa brotið reglur Kauphallarinnar. Gjaldfallið lán hafði ekki verið tilkynnt með þeim hætti sem ber að gera á skuldabréfum sem skráð eru í Kauphöllinni.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira