Viðskipti innlent

Már ræddi við aðra seðlabankastjóra um stöðu Íslands

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var staddur í Basel í Sviss í upphafi vikunnar þar sem hefðbundinn fundur seðlabankastjóra heimsins var haldinn. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum nýtti Már sér tækifærið til að eiga tvíhliða fundi með öðrum seðlabankastjórum um stöðuna á Íslandi og fleiri mál.

Eitt aðalumræðuefni fundarins í Basel voru áhyggjur seðlabankastjóra um andstöðu bankamanna við hertu eftirliti með starfsemi banka. Auk þess eru áhyggjur af því að áhættusækni banka fari núi vaxandi að nýju.

Í frétt um málið á Bloomberg segir að væntingar séu um að Jean-Claude Trichet bankastjóri Seðlabanka Evrópu muni leggja fram viðvaranir við fyrrgreindu háttarlagi bankanna. Bent er á að Trichet hafi gefið út samskonar viðvaranir árið 2005 eða um tveimur árum áður en fjármálakreppan skall á.

Fundir seðlabankastjóra heimsins eru haldnir á tveggja mánaða fresti í Basel.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×