Viðskipti innlent

Nauðungarsölum fasteigna fjölgaði um 25% milli ára í borginni

Árið 2009 voru 207 fasteignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Er þetta ríflega 25% fjölgun frá árinu á undan. Flesta nauðungarsölur voru í september eða 38 talsins en fæstar í desember eða 2 talsins.

Þetta kemur fram á vefsíðu sýslumannsins í Reykjavík. Þar segir að skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna voru 2.504 talsins árið 2009, flestar í október eða 384 en fæstar í apríl eða 134.

Alls var 161 fasteign seld nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 2008. Í allt voru 2.277 nauðungarsölubeiðnir skráðar árið 2008.

Árið 2009 voru 441 bifreið seld nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Alls voru 1.068 nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða skráðar hjá embættinu árið 2009.

Alls var 491 bifreið seld á uppboði hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 2008. Annað selt lausafé var 30 stykki. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru 2.019 allt árið og beiðnir vegna annars lausafjár voru 130.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×