Viðskipti innlent

Þakkar guði og krónu að Ísland er ekki í stöðu Grikklands

Steingrímur segir að þjóðarskuldakreppan mun setjar mark sitt á pólitíska umræðu á næstu árum. „Framundan er að heimurinn lári renna af sér," segir hann.
Steingrímur segir að þjóðarskuldakreppan mun setjar mark sitt á pólitíska umræðu á næstu árum. „Framundan er að heimurinn lári renna af sér," segir hann.
„Ó guð minn góður ég vildi ekki vera í stöðunni sem þeir eru í," segir Steingrímur J. Sigfússonar fjármálaráðherra í samtali við Bloomberg fréttaveituna þar sem hann segir að Íslandi hafi tekist að forðast grísk örlög að hluta til sökum þess að Ísland er með sinn eigin gjaldmiðil.

„Staða Grikklands er mjög ólík stöðunni sem Ísland var eða er í," segir Steingrímur. „Grikkland er með evruna og við getum rökrætt um hvort slíkt er hollt fyrir þá í augnablikinu."

Steingrímur segir að þjóðarskuldakreppan mun setjar mark sitt á pólitíska umræðu á næstu árum. „Framundan er að heimurinn lári renna af sér," segir hann.

Fram kemur í máli Steingríms að nú séu engar líkur á þjóðargjaldþroti Íslands þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS)hefur lokið annarri endurskoðun sinni. „Ég er bjartsýnn á að við munum ekki þurfa alla 4,6 milljarða dollarana sem gert er ráð fyrir í áætlun AGS," segir Steingrímur.

Þá vill Steingrímur að fjármálagerningar á borð við skuldabréfavafninga og skuldatryggingaálög verði bannaðir. Slíkir gerningar bæti engum verðmætum við hagkerfið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×