Innlent

Eldur kom upp í ruslageymslu í Seljahverfi

Mynd/Stefán Karlsson
Eldur kom upp í ruslageymslu í Flúðaseli í Seljahverfi skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var ekki um mikinn eld að ræða og gekk greiðlega að slökkva hann. Aftur á móti barst reykur inn á stigagang og því þurftu slökkviliðsmenn að reykræsta í kjölfarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×