Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hækkar áfram

Ekkert lát er á hækkunum á skuldatryggingaálagi ríkissjóðs og mælist það núna 554 punktar bæði hjá Credit Market Analysis (CMA) og á Markit Itraxx vístölunni.

Samkvæmt Markit hefur álagið á ríkisjóðs hækkað um 143 punkta á síðustu fjórum vikum. Þar af hækkaði það um 18 punkta frá því í gær.

Samkvæmt CMA hafa líkurnar á þjóðargjaldþroti aukist og nema nú rúmlega 31%. Þegar þessar líkur voru lægstar á seinni hluta síðasta árs námu þær rúmum 20%.

Eftir að forsetinn ákvað að senda Icesave málið í þjóðaratkvæði rauk skuldatryggingaálagið upp á við en það hafði stöðugt farið lækkandi á seinnihluta síðasta árs. Náði það á tímabili niður í rúma 340 punkta. Hækkunin á því síðan þá nemur því um 70%.

Skuldatryggingaálag á ríkissjóð í 554 punktum samsvarar því að reiða þurfi fram rúmlega 5,5 % af nafnverði skuldabréfs til að tryggja eiganda þess gegn greiðslufalli næstu 5 árin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×