Innlent

Stálu erótískum einkennisbúningum

Úr versluninni Adam og Evu. Mynd/ Heiða.
Úr versluninni Adam og Evu. Mynd/ Heiða.
Brotist var inn í verslun við Kleppsveg í nótt og þaðan stolið eggjandi undirfatnaði á konur, sem þar er á boðstólnum, ásamt hjálpartækjum ástarlífsins.

Ekki var hreyft við hjálpartækjunum, eftir því sem best varð séð í nótt, en ýmiskonar einkennisbúningum í klámfengnum útfærslum var stolið, meðal annars lögreglubúningum.

Þjófurinn er ófundinn en sá grunur læðist að rannsakendum að þarna kunni að vera á ferðinni sami þjófur og rændi uppblásinni brúður úr sömu versluln fyrir nokkrum árum. -




Fleiri fréttir

Sjá meira


×