Viðskipti innlent

Lexusbílar innkallaðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lexusbílar á Íslandi verða innkallaðir. Mynd/ AFP.
Lexusbílar á Íslandi verða innkallaðir. Mynd/ AFP.
Tilkynnt hefur verið um innköllun á nokkrum gerðum Lexusbifreiða vegna ventlagorma sem valdið geta gangtruflunum.

Skráðar hafa verið um 200 kvartanir vegna þessa á heimsvísu og hefur því verið ákveðið að innkalla 275.000 bíla. Þar af eru 15 þúsund bílar í Evrópu, samkvæmt fréttum ABC fréttastöðvarinnar. Í tilkynningu frá Toyota á Íslandi segir að hér á landi þurfi að innkalla 18 bifreiðar.

Búið er að hafa samband við eigendur viðkomandi bíla hér á landi og verður gert við bílana á næstunni, eigendum að kostnaðarlausu. Þær gerðir Lexusbifreiða sem kallaðar eru inn hér á landi eru GS 450h, LS 460 og LS 600h.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×