Viðskipti innlent

Skattaflótti stöðvaður með nýjum samningum

Norðurlöndin efla aðgerðir gegn alþjóðlegum skattaflótta með nýjum samingum um upplýsingamiðlun. Í dag undirrituðu norrænu ríkin samninga við ríkin Antigua og Babuda, Dominica, Grenada og St. Lucia.

Fjallað er um málið á vefsíðunni norden.org. Þar segir að nýju samningarnir eru gerðir í framhaldi af umfangsmiklu verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar, sem felst í því að gera samninga um upplýsingagjöf til skattayfirvalda við skattaskjól um heim allan.

Frá haustinu 2007 hafa norrænu ríkin gert fjölda samninga um upplýsingagjöf til skattayfirvalda og í saman eru Norðurlöndin framarlega í alþjóðlegu samstarfi gegn skattaflótta.

Danir, sem fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni 2010, leggja í formennskuáætlun sinni áherslu á áframhaldandi norrænt samstarf gegn skattflótta. Norrænu ríkin hafa ákveðið að framlengja samstarfið, sem ákveðið var fram til ársins 2012.

Upplýsingaskiptasamningurinn, sem undirritaður var, veitir skattayfirvöldum aðgang að gögnum um innstæður og tekjur skattskyldra þegna. Jafnframt mun samningurinn stuðla að því að ljóstra upp um tekjur sem ekki hafa verið gefnar upp í heimalandi. il að uppfylla skilyrði stjórnarskrá landanna eru allir samningar tvíhliða og þing viðkomandi lands verður að samþykkja þá áður en þeir ganga í gildi.

Samningarnir voru undirritaðir við hátíðlega athöfn í sendiráði Finnlands í París.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×