Viðskipti innlent

Farþegum fjölgaði um 13%

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Farþegum Icelandair fjölgaði í síðasta mánuði samanborið við sama mánuð í fyrra. Mynd/ GVA.
Farþegum Icelandair fjölgaði í síðasta mánuði samanborið við sama mánuð í fyrra. Mynd/ GVA.
Farþegum á vegum Icelandair fjölgaði um 13% í janúar síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Þeir voru um 95 þúsund talsins nú í janúar en um 84 þúsund í janúar í fyrra. Þetta kemur fram í mánaðalegum flutningatölum sem Icelandair sendir Kauphöllinni.

Fram kemur í tilkynningunni að fjölgun sé í farþegafjölda á ferðum frá Íslandi. Fjöldi farþega sem ferðist til Íslands sé svipaður þrátt fyrir að hlutfallslega fækki þeim örlítið. Síðan hafi sprenging orðið í fjölda þeirra farþega sem ferðast um Ísland. Það er að segja farþegar sem ferðast með Icelandair en dvelja ekki á Íslandi til langs tíma.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×