Sátt um eignarhald á orkufyrirtækjum – norræna leiðin 1. september 2010 06:00 Umræða um orkumál hefur verið fyrirferðarmikil í þjóðmálaumræðunni að undanförnu, ekki síst um eignarhald á orkufyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um þetta efni. Sumir eru þeirrar skoðunar að eignarhaldið eigi alfarið að vera í höndum opinberra aðila. Aðrir telja sjálfsagt að einkaaðilar eigi orkufyrirtækin - ríkið eigi hvergi að koma þar nærri. Minna hefur farið fyrir sáttasjónarmiðum, málamiðlunum, vangaveltum um skynsamlegar leiðir sem annars staðar hefur náðst ágætt samkomulag um. Umræður um MagmaÞessi umræða hefur kristallast í átökunum um kanadíska fyrirtækið Magma. Sú umræða hefur ekki verið þjóðinni til framdráttar eða sóma, hvorki á innlendum vettvangi né erlendum. Enginn vafi er á því að umfjöllunin hefur dregið úr áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. Stjórnvöld þurfa að sýna fagmennsku og vera sjálfum sér samkvæm við afgreiðslu og frágang mála af þessu tagi. En nóg um Magma.Umræðan um eignarhaldið hefur verið erfið hér á landi og einkennst af öfgum til hvorrar áttar. Aðrar þjóðir sem við lítum til hafa leyst þetta mál í ágætri sátt með eignarhaldsstefnu sem er árangursrík og í raun nær óumdeild. Nærtækast er að líta til Norðurlandanna sem hafa komið þessum málum í farsælan farveg.Noregur stendur okkur nærri í þessu efni enda þáttur orkunnar í efnahagslífinu um margt áþekkur því sem gerist hér. Norðmenn hafa í aðalatriðum valið þá leið að láta opinbera aðila vera ráðandi í helstu orkufyrirtækjum landsins. Þannig á norska ríkið og tengdir aðilar í stærsta orkufyrirtæki landsins, Statoil, en fyrirtækið er þó alfarið rekið á markaðssjónarmiðum, er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi og í New York. Ríkið hefur hins vegar tögl og haldir í eignarhaldi fyrirtækisins. Alþjóðlegir fjárfestar, sem og norskir, hafa því greiðan aðgang að fyrirtækinu á hlutabréfamörkuðum.Sama gildir um ýmis önnur mikilvæg orkufyrirtæki í Noregi. Þannig á norska ríkið (og lífeyrissjóður ríkisins) tæplega helmingshlut í Hydro en það sem eftir stendur dreifist á margar hendur og enginn annar hluthafi á stærri en 5% hlut.Í Finnlandi á ríkið ríflega helmingshlut í Fortum, stærsta orkufyrirtæki landsins. Fortum rekur m.a. fjölmörg vatnsorkuver í Svíþjóð og Finnlandi. Félagið er skráð í NASDAQ OMX kauphöllina í Helsinki og hluthafar eru nærri hundrað þúsund talsins. Þá hefur fjárfesting útlendinga í sænska orkugeiranum vaxið hröðum skrefum undanfarin 15 ár.Við þurfum því ekki að leita langt yfir skammt að eigendastefnu sem ætti að geta náðst viðunandi sátt um. Eins og sjá má frá reynslu nágranna okkar er hún hvorki flókin né krefst sérlausna af ýmsu tagi. Stefnan felur einfaldlega í sér að ríkið ræður í höfuðatriðum ferðinni en einkaaðilum - hvaðan sem þeir koma - er velkomið að fjárfesta í umræddum fyrirtækjum að því marki að eignarhald hins opinbera þynnist ekki svo mikið að stefnu hins opinbera verði teflt í tvísýnu.Fyrirtæki í orkugeiranum og opinberir aðilar standa nú frammi fyrir fjármögnunarvanda sem m.a. má rekja til mikillar erlendrar skuldsetningar á undanförnum árum. Framangreind eigendastefna um sameiginlegt eignarhald ríkis og einkaaðila hefur það í för með sér að þörfin fyrir erlent lánsfé verður mun minni en ella og þar með er dregið úr þeirri áhættu sem óhjákvæmilega fylgir lánsfjármögnun. Erlent áhættufjármagn á þeim forsendum sem að framan eru nefndar gæti jafnframt greitt götu orkuframkvæmda sem að öðrum kosti gæti þurft að fresta enn frekar en orðið er.Gæti hentað vel á ÍslandiEnginn vafi er á því í mínum huga að norræna leiðin gæti hentað vel á Íslandi. Ef á henni yrði byggt yrði til að mynda stærsta orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun, breytt í hlutafélag og það skráð á hlutabréfamarkað hér á landi og t.d. á NASDAQ OMX í New York. Ríkið eða opinberir aðilar ættu helming til tvo þriðju í fyrirtækinu og réðu fyrir vikið för (Statoil fyrirmyndin). Fjárfestum um allan heim yrði boðið að koma að eignarhaldinu að þeim mörkum sem sátt næðist um að miða við. Í þessu fælist að opinberir aðilar þyrftu ekki að binda jafn gríðarlega mikið fjármagn í áhættusömum rekstri og nú er raunin. Þetta viðskiptalíkan tel ég vera eftirsóknarvert fyrir Landsvirkjun og verðskuldi gaumgæfilega skoðun. Það gæti einnig átt vel við fyrir ýmis önnur orkufyrirtæki í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Umræða um orkumál hefur verið fyrirferðarmikil í þjóðmálaumræðunni að undanförnu, ekki síst um eignarhald á orkufyrirtækjum. Sitt sýnist hverjum um þetta efni. Sumir eru þeirrar skoðunar að eignarhaldið eigi alfarið að vera í höndum opinberra aðila. Aðrir telja sjálfsagt að einkaaðilar eigi orkufyrirtækin - ríkið eigi hvergi að koma þar nærri. Minna hefur farið fyrir sáttasjónarmiðum, málamiðlunum, vangaveltum um skynsamlegar leiðir sem annars staðar hefur náðst ágætt samkomulag um. Umræður um MagmaÞessi umræða hefur kristallast í átökunum um kanadíska fyrirtækið Magma. Sú umræða hefur ekki verið þjóðinni til framdráttar eða sóma, hvorki á innlendum vettvangi né erlendum. Enginn vafi er á því að umfjöllunin hefur dregið úr áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. Stjórnvöld þurfa að sýna fagmennsku og vera sjálfum sér samkvæm við afgreiðslu og frágang mála af þessu tagi. En nóg um Magma.Umræðan um eignarhaldið hefur verið erfið hér á landi og einkennst af öfgum til hvorrar áttar. Aðrar þjóðir sem við lítum til hafa leyst þetta mál í ágætri sátt með eignarhaldsstefnu sem er árangursrík og í raun nær óumdeild. Nærtækast er að líta til Norðurlandanna sem hafa komið þessum málum í farsælan farveg.Noregur stendur okkur nærri í þessu efni enda þáttur orkunnar í efnahagslífinu um margt áþekkur því sem gerist hér. Norðmenn hafa í aðalatriðum valið þá leið að láta opinbera aðila vera ráðandi í helstu orkufyrirtækjum landsins. Þannig á norska ríkið og tengdir aðilar í stærsta orkufyrirtæki landsins, Statoil, en fyrirtækið er þó alfarið rekið á markaðssjónarmiðum, er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi og í New York. Ríkið hefur hins vegar tögl og haldir í eignarhaldi fyrirtækisins. Alþjóðlegir fjárfestar, sem og norskir, hafa því greiðan aðgang að fyrirtækinu á hlutabréfamörkuðum.Sama gildir um ýmis önnur mikilvæg orkufyrirtæki í Noregi. Þannig á norska ríkið (og lífeyrissjóður ríkisins) tæplega helmingshlut í Hydro en það sem eftir stendur dreifist á margar hendur og enginn annar hluthafi á stærri en 5% hlut.Í Finnlandi á ríkið ríflega helmingshlut í Fortum, stærsta orkufyrirtæki landsins. Fortum rekur m.a. fjölmörg vatnsorkuver í Svíþjóð og Finnlandi. Félagið er skráð í NASDAQ OMX kauphöllina í Helsinki og hluthafar eru nærri hundrað þúsund talsins. Þá hefur fjárfesting útlendinga í sænska orkugeiranum vaxið hröðum skrefum undanfarin 15 ár.Við þurfum því ekki að leita langt yfir skammt að eigendastefnu sem ætti að geta náðst viðunandi sátt um. Eins og sjá má frá reynslu nágranna okkar er hún hvorki flókin né krefst sérlausna af ýmsu tagi. Stefnan felur einfaldlega í sér að ríkið ræður í höfuðatriðum ferðinni en einkaaðilum - hvaðan sem þeir koma - er velkomið að fjárfesta í umræddum fyrirtækjum að því marki að eignarhald hins opinbera þynnist ekki svo mikið að stefnu hins opinbera verði teflt í tvísýnu.Fyrirtæki í orkugeiranum og opinberir aðilar standa nú frammi fyrir fjármögnunarvanda sem m.a. má rekja til mikillar erlendrar skuldsetningar á undanförnum árum. Framangreind eigendastefna um sameiginlegt eignarhald ríkis og einkaaðila hefur það í för með sér að þörfin fyrir erlent lánsfé verður mun minni en ella og þar með er dregið úr þeirri áhættu sem óhjákvæmilega fylgir lánsfjármögnun. Erlent áhættufjármagn á þeim forsendum sem að framan eru nefndar gæti jafnframt greitt götu orkuframkvæmda sem að öðrum kosti gæti þurft að fresta enn frekar en orðið er.Gæti hentað vel á ÍslandiEnginn vafi er á því í mínum huga að norræna leiðin gæti hentað vel á Íslandi. Ef á henni yrði byggt yrði til að mynda stærsta orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun, breytt í hlutafélag og það skráð á hlutabréfamarkað hér á landi og t.d. á NASDAQ OMX í New York. Ríkið eða opinberir aðilar ættu helming til tvo þriðju í fyrirtækinu og réðu fyrir vikið för (Statoil fyrirmyndin). Fjárfestum um allan heim yrði boðið að koma að eignarhaldinu að þeim mörkum sem sátt næðist um að miða við. Í þessu fælist að opinberir aðilar þyrftu ekki að binda jafn gríðarlega mikið fjármagn í áhættusömum rekstri og nú er raunin. Þetta viðskiptalíkan tel ég vera eftirsóknarvert fyrir Landsvirkjun og verðskuldi gaumgæfilega skoðun. Það gæti einnig átt vel við fyrir ýmis önnur orkufyrirtæki í landinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun