Raforkuverð í Danmörku nær þrjátíufalt hærra en hér 7. desember 2010 10:58 Raforkuverð til danskra heimila muna fara upp í allt að 15 kr. danskar, eða rúmlega 300 kr., á kílówattstundina milli klukkan fimm og sjö síðdegis í dag. Þetta er nær þrjátíufalt það verð sem íslensk heimili borga fyrir raforkuna í dag en verðið hérlendis er 10,6 kr. á kílówattstundina. Ástæðan fyrir þessu háa orkuverði sem Danir neyðast til að greiða í dag eru hinar miklu vetrarhörkur í Evrópu og mikill skortur á raforku um norðanverða Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að undanfarnar vikur hafi raforkuverð í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum verið nokkuð hátt en venjulegt verð er í kringum 35 aurar danskir á kílówattstund eða um 8 kr.að meðaltali. „Í dag rýkur verðið svo upp og verður það hæsta sem skráð hefur verið í sögu Danmerkur," segir Stine Grenaa Jensen hjá Dansk Energi í samtali við Ritzau fréttaþjónustuna. Sökum vetrarhörkunnar er lítið magn af vatni nú í uppistöðulónum virkjanna í Noregi og Svíþjóð. Þá eru nokkur kjarnorkuver í Svíþjóð ekki í rekstri í augnablikinu en það er einmitt í austurhluta Danmerkur þar sem orkuverðið verður hæst í dag. „Sjáland verður verst úti," segir Jensen. „Þetta skýrist af því að rafmagnkaplar milli Sjálands og Þýskalands eru ekki í notkun þar sem verið er að gera við þá. Þar að auki eru kaplarnir frá Svíþjóð einnig óvirkir þar sem Svíar eru sjálfir í vandræðum með orkuverð sitt." Fram kemur að Svíar höfðu ákveðið að endurbæta kjarnorkuver sín fyrir veturinn en hann kom mun fyrr en menn áttu von á og er endurbótunum ekki enn lokið. Því standa neytendur nú frammi fyrir himinháum orkuverðum til heimilisnota. Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Raforkuverð til danskra heimila muna fara upp í allt að 15 kr. danskar, eða rúmlega 300 kr., á kílówattstundina milli klukkan fimm og sjö síðdegis í dag. Þetta er nær þrjátíufalt það verð sem íslensk heimili borga fyrir raforkuna í dag en verðið hérlendis er 10,6 kr. á kílówattstundina. Ástæðan fyrir þessu háa orkuverði sem Danir neyðast til að greiða í dag eru hinar miklu vetrarhörkur í Evrópu og mikill skortur á raforku um norðanverða Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að undanfarnar vikur hafi raforkuverð í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum verið nokkuð hátt en venjulegt verð er í kringum 35 aurar danskir á kílówattstund eða um 8 kr.að meðaltali. „Í dag rýkur verðið svo upp og verður það hæsta sem skráð hefur verið í sögu Danmerkur," segir Stine Grenaa Jensen hjá Dansk Energi í samtali við Ritzau fréttaþjónustuna. Sökum vetrarhörkunnar er lítið magn af vatni nú í uppistöðulónum virkjanna í Noregi og Svíþjóð. Þá eru nokkur kjarnorkuver í Svíþjóð ekki í rekstri í augnablikinu en það er einmitt í austurhluta Danmerkur þar sem orkuverðið verður hæst í dag. „Sjáland verður verst úti," segir Jensen. „Þetta skýrist af því að rafmagnkaplar milli Sjálands og Þýskalands eru ekki í notkun þar sem verið er að gera við þá. Þar að auki eru kaplarnir frá Svíþjóð einnig óvirkir þar sem Svíar eru sjálfir í vandræðum með orkuverð sitt." Fram kemur að Svíar höfðu ákveðið að endurbæta kjarnorkuver sín fyrir veturinn en hann kom mun fyrr en menn áttu von á og er endurbótunum ekki enn lokið. Því standa neytendur nú frammi fyrir himinháum orkuverðum til heimilisnota.
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur