Raforkuverð í Danmörku nær þrjátíufalt hærra en hér 7. desember 2010 10:58 Raforkuverð til danskra heimila muna fara upp í allt að 15 kr. danskar, eða rúmlega 300 kr., á kílówattstundina milli klukkan fimm og sjö síðdegis í dag. Þetta er nær þrjátíufalt það verð sem íslensk heimili borga fyrir raforkuna í dag en verðið hérlendis er 10,6 kr. á kílówattstundina. Ástæðan fyrir þessu háa orkuverði sem Danir neyðast til að greiða í dag eru hinar miklu vetrarhörkur í Evrópu og mikill skortur á raforku um norðanverða Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að undanfarnar vikur hafi raforkuverð í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum verið nokkuð hátt en venjulegt verð er í kringum 35 aurar danskir á kílówattstund eða um 8 kr.að meðaltali. „Í dag rýkur verðið svo upp og verður það hæsta sem skráð hefur verið í sögu Danmerkur," segir Stine Grenaa Jensen hjá Dansk Energi í samtali við Ritzau fréttaþjónustuna. Sökum vetrarhörkunnar er lítið magn af vatni nú í uppistöðulónum virkjanna í Noregi og Svíþjóð. Þá eru nokkur kjarnorkuver í Svíþjóð ekki í rekstri í augnablikinu en það er einmitt í austurhluta Danmerkur þar sem orkuverðið verður hæst í dag. „Sjáland verður verst úti," segir Jensen. „Þetta skýrist af því að rafmagnkaplar milli Sjálands og Þýskalands eru ekki í notkun þar sem verið er að gera við þá. Þar að auki eru kaplarnir frá Svíþjóð einnig óvirkir þar sem Svíar eru sjálfir í vandræðum með orkuverð sitt." Fram kemur að Svíar höfðu ákveðið að endurbæta kjarnorkuver sín fyrir veturinn en hann kom mun fyrr en menn áttu von á og er endurbótunum ekki enn lokið. Því standa neytendur nú frammi fyrir himinháum orkuverðum til heimilisnota. Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Raforkuverð til danskra heimila muna fara upp í allt að 15 kr. danskar, eða rúmlega 300 kr., á kílówattstundina milli klukkan fimm og sjö síðdegis í dag. Þetta er nær þrjátíufalt það verð sem íslensk heimili borga fyrir raforkuna í dag en verðið hérlendis er 10,6 kr. á kílówattstundina. Ástæðan fyrir þessu háa orkuverði sem Danir neyðast til að greiða í dag eru hinar miklu vetrarhörkur í Evrópu og mikill skortur á raforku um norðanverða Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að undanfarnar vikur hafi raforkuverð í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum verið nokkuð hátt en venjulegt verð er í kringum 35 aurar danskir á kílówattstund eða um 8 kr.að meðaltali. „Í dag rýkur verðið svo upp og verður það hæsta sem skráð hefur verið í sögu Danmerkur," segir Stine Grenaa Jensen hjá Dansk Energi í samtali við Ritzau fréttaþjónustuna. Sökum vetrarhörkunnar er lítið magn af vatni nú í uppistöðulónum virkjanna í Noregi og Svíþjóð. Þá eru nokkur kjarnorkuver í Svíþjóð ekki í rekstri í augnablikinu en það er einmitt í austurhluta Danmerkur þar sem orkuverðið verður hæst í dag. „Sjáland verður verst úti," segir Jensen. „Þetta skýrist af því að rafmagnkaplar milli Sjálands og Þýskalands eru ekki í notkun þar sem verið er að gera við þá. Þar að auki eru kaplarnir frá Svíþjóð einnig óvirkir þar sem Svíar eru sjálfir í vandræðum með orkuverð sitt." Fram kemur að Svíar höfðu ákveðið að endurbæta kjarnorkuver sín fyrir veturinn en hann kom mun fyrr en menn áttu von á og er endurbótunum ekki enn lokið. Því standa neytendur nú frammi fyrir himinháum orkuverðum til heimilisnota.
Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira