Viðskipti innlent

Störe segir að Icesave muni ekki seinka norska láninu

Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs segir að Icesave málið muni ekki seinka því að Norðmenn veiti Íslandi lán sitt í tengslum við áæltun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).

Þar með eru yfirlýsingar norskra stjórnvalda orðnar misvísandi því fjármálaráðherra Noregs sagði í tilkynningu fyrr í vikunni að norska lánið yrði ekki veitt fyrr en niðurstaða lægi fyrir í Icesave málinu.

„Noregur hyggst ekki fresta láni sínu til Íslands," segir Störe í samtali við NTB fréttastofuna og hann slær því jafnframt föstu að Icesave vandamálið muni ekki hafa nein áhrif á möguleika Íslands að fá hjálp frá Norðmönnum. Jafnframt treysti Norðmenn því að Ísland muni standa við sskuldbindingar sínar.

„Við höfum ætíð verið á þeirri skoðun að AGS ramminn sé afgerandi til að það heppnist að koma Íslandi aftur á sporið við að byggja upp efnahag sinn," segir Störe. „Þess vegna höfum við bundið lán okkar við AGS pakkann og við teljum ekki að sá pakki hafi breytst."

Samhliða þessu segir Störe að hina nýju vandamál sem nú eru komin upp hafi ekki áhrif á aðild Íslands að EES. „Ég fæ ekki séð að þetta hafi nein áhrif á EES samkomulagið og aðild Íslands að því," segir Störe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×