Erlent

Hundruð deyja í flóðum í Pakistan

Frá Pakistan
Frá Pakistan Mynd/AFP
Að minnsta kosti átta hundruð hafa látið lífið í miklum flóðum í Norður-Pakistan. Mikil úrkoma hefur verið á svæðinu síðustu daga og hafa flóðin valdið gríðarlegu tjóni á samgöngumannvirkjum.

Heilu þorpin hafa farið undir vatn og mörg hundruð þúsund manns hafa þurft að flýja heimilin sín. Stjórnvöld í Pakistan hafa lýst yfir neyðarástandi en búist er við áframhaldandi úrkomu á svæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×