Viðskipti innlent

Útgerðir, fiskvinnslur og Eimskip gefa 13 tonn af fiski

Á myndinni eru: Matthías Imsland, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Gylfi Sigfússon, Margrét K. Sigurðardóttir og Svetlana Markovic
Á myndinni eru: Matthías Imsland, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Gylfi Sigfússon, Margrét K. Sigurðardóttir og Svetlana Markovic
SM Kvótaþing og Eimskip hafa nú fyrir jólin staðið fyrir söfnun þar sem leitað var til útgerðafyrirtækja og fiskverkanda svo og annarra fyrirtækja tengd sjávarútvegi, með það fyrir augum að safna fiski fyrir Íslendinga í fjárhagsvanda.

Í tilkynningu segir að útgerðir og fiskverkendur á Íslandi hafa í gegnum tíðina aðstoðað einstaklinga í vanda. Því stóð ekki á viðbrögðum hjá þeim og söfnuðust tæplega 13 tonn af fiskafurðum, sem jafngildir um 52.000 matarskömmtum. Auk fisks söfnuðust 700 flöskur af lýsi og peningaframlag.

Eimskip Flytjandi hefur séð um að flytja sendingarnar í Vöruhótel sitt við Sundahöfn án endurgjalds og mun nú dreifa þeim til hjálparstofnana tveggja. Með afhendingunni núna eftir hátíðarnar vilja SM Kvótaþing og Eimskip minna landsmenn á að þörfin er áfram til staðar.

Á sama tíma afhenti Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskipafélag Íslands 1.750.000 krónur sem söfnuðust í árlegri skötuveislu félagsins sem haldin 17. janúar sl. til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Félagið þakkar viðskiptavinum sínum þann stuðning sem þeir sýndu við það tækifæri.

SM kvótaþing og Eimskip óska landsmönnum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári og vilja þakka öllum þeim er lögðu sitt af mörkum til þessa mikilvæga málefnis.

Ragnhildur Guðmundsdóttir, Margrét K. Sigurðardóttir og Matthías Imsland tóku við framlaginu fyrir hönd Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar úr hendi Gylfa Sigfússonar forstjóra Eimskipafélags Íslands og Svetlana Markovic frá SM kvótþingi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×