Viðskipti innlent

Raunstýrivextir of háir þrátt fyrir myndarlega vaxtalækkun

Ingólfur Bender forstöðumaður greiningar Íslandsbanka segir að stýrivaxtalækkun Seðlababankans sé myndarleg að þessu sinni og nokkuð meiri en greiningin hafði spáð fyrir um en það var lækkun á bilinu 0,5 til 0.75 prósentustig.

„Með þessari lækkun eru stýrivextirnir komnir niður í 4,5% en það er það vaxtastig sem við gerðum ráð fyrir að yrði náð snemma á næsta ári," segir Ingólfur. „Við teljum að enn sé svigrúm til frekari vaxtalækkanna."

Ingólfur bendir á að með þessari síðustu lækkun séu raunstýrivextir komnir niður í um 2%, það er þegar tekið er tillit til verðbólgu. „Að okkar mati eru þetta of háir raunstýrivextir miðað við efnahagsástandið og þeir mættu lækka ennfrekar," segir Ingólfur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×