Viðskipti innlent

Magnús Geir Þórðarson viðskiptafræðingur ársins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Magnús Geir Þórðarson er viðskiptafræðingur ársins.
Magnús Geir Þórðarson er viðskiptafræðingur ársins.
Matvöruverslunin Fjarðarkaup hlaut Íslensku þekkingarverðlaunin í kvöld, en þau voru afhent við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica.

Magnús Geir, sem er leikhússtjóri Borgarleikhússins, hlýtur verðlaunin viðskiptafræðingur ársins. Viðurkenningin er veitt þeim sem þykir hafa skarað úr á liðnu ári.

Þau fyrirtæki sem tilnefnd voru til Íslensku þekkingarverðlaunanna í ár voru CCP, Fjarðarkaup, Icelandair Group og Össur.

Það var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem afhenti verðlaunin.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×