Erlent

Líkamsrækt minnkar líkurnar á kvefi

Fólk sem stundar líkamsrækt eða hreyfir sig reglulega er í mun minni hættu á að fá kvef en kyrrsetufólk.

Þetta kemur fram í nýrri bandarískri rannsókn sem fjallað er um í British Journal of Sports Medicine. Þar segir að þetta geti stafað af því að líkamsrækt yfirhöfuð styrki ónæmiskerfið.

Rannsóknin náði til eitt þúsund manns og stóð í þrjá mánuði á tímabilinu frá hausti frammá vetur.

Fjallað er um málið á vefsíðu BBC en þar segir að fullorðnir Vesturlandabúar þjáist af kvefi tvisvar til fimm sinnum á ári hverju. Þessi rannsókn bendi til að þeir geti dregið verulega úr kvefpestinni með því að breyta aðeins lífstíl sínum. Raunar kemur fram að áhætta þeirra sem stundi líkamsrækt séu 50% minni en annarra á að veikjast af kvefi.

Í ljós kom að þeir sem eru í minnstri hættu á að fá kvef eru miðaldra karlar eða eldri, sem eru í sambúð, hreyfa sig aðeins og borða mikið af ávöxtum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×