Tuttugu þúsund ársverk vinnast Ögmundur Jónasson skrifar 30. mars 2010 06:00 Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi. Einmitt það gerir Magnús Orri Schram, alþingismaður, í skrifum sínum í Fréttablaðinu nýlega. Við sem stuðluðum að því að Icesave samningarnir fóru inn í nýtt ferli, erum sögð hafa með frestun málalykta, valdið gríðarlegum kostnaði sem smám saman sé að koma í ljós: „Lægri laun, hærri vextir, miklu meiri niðurskurður, lægra gengi og a.m.k. 3.300 atvinnulausir er bara ein birtingarmynd þessa kostnaðar.“ Þetta fullyrðir Magnús Orri. Hann vísar í staðhæfingar seðlabankastjóra og aðalhagfræðings SÍ um að málalyktir í Icesave hefðu þýtt framhald á „efnahagsáætlun stjórnvalda“ en vegna tafanna sætum við uppi með „lægra gengi, lægri raunlaun, hærri vexti og enn meira aðhald í ríkisfjármálum“. Þá frestuðust stórframkvæmdir og fyrir vikið myndi landsframleiðsla „lækka um fimm prósent og atvinnuleysi yrði tveimur prósentum meira“. Þar eru komnir einstaklingarnir 3.300 sem fyrr er getið. Eitthvað vantar í þennan málatilbúnað. Í fyrsta lagi skortir á að sýnt sé fram á að stóriðjuframkvæmdir séu háðar lausn Icesave-deilunnar. Í öðru lagi hafa langtíma áhrif stóriðju á atvinnulífið reynst neikvæðari en hér er látið í veðri vaka. Í þriðja lagi skal á það bent að peningamarkaðir virðast vera að opnast óháð lyktum Icesave. Í fjórða lagi hefur seinkunin valdið því að bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ríkisstjórn Íslands hafa endurmetið stærðargráðu gjaldeyrisforðans en það endurmat hefur sparað okkur ófáa milljarða í vaxtagreiðslur. Síðan er það sjálfur samningurinn. Nú er ekki gengið út frá öðru en að Íslendingar borgi ekki meira en nemur tilkostnaði lánardrottnanna. Það eitt gæti sparað okkur um eitt hundrað milljarða! Þar með vinnast tuttugu þúsund ársverk. Það munar um minna. Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur á það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi er böl. Ég tek það því alvarlega þegar mér er borið á brýn að hafa stuðlað að auknu atvinnuleysi. Einmitt það gerir Magnús Orri Schram, alþingismaður, í skrifum sínum í Fréttablaðinu nýlega. Við sem stuðluðum að því að Icesave samningarnir fóru inn í nýtt ferli, erum sögð hafa með frestun málalykta, valdið gríðarlegum kostnaði sem smám saman sé að koma í ljós: „Lægri laun, hærri vextir, miklu meiri niðurskurður, lægra gengi og a.m.k. 3.300 atvinnulausir er bara ein birtingarmynd þessa kostnaðar.“ Þetta fullyrðir Magnús Orri. Hann vísar í staðhæfingar seðlabankastjóra og aðalhagfræðings SÍ um að málalyktir í Icesave hefðu þýtt framhald á „efnahagsáætlun stjórnvalda“ en vegna tafanna sætum við uppi með „lægra gengi, lægri raunlaun, hærri vexti og enn meira aðhald í ríkisfjármálum“. Þá frestuðust stórframkvæmdir og fyrir vikið myndi landsframleiðsla „lækka um fimm prósent og atvinnuleysi yrði tveimur prósentum meira“. Þar eru komnir einstaklingarnir 3.300 sem fyrr er getið. Eitthvað vantar í þennan málatilbúnað. Í fyrsta lagi skortir á að sýnt sé fram á að stóriðjuframkvæmdir séu háðar lausn Icesave-deilunnar. Í öðru lagi hafa langtíma áhrif stóriðju á atvinnulífið reynst neikvæðari en hér er látið í veðri vaka. Í þriðja lagi skal á það bent að peningamarkaðir virðast vera að opnast óháð lyktum Icesave. Í fjórða lagi hefur seinkunin valdið því að bæði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og ríkisstjórn Íslands hafa endurmetið stærðargráðu gjaldeyrisforðans en það endurmat hefur sparað okkur ófáa milljarða í vaxtagreiðslur. Síðan er það sjálfur samningurinn. Nú er ekki gengið út frá öðru en að Íslendingar borgi ekki meira en nemur tilkostnaði lánardrottnanna. Það eitt gæti sparað okkur um eitt hundrað milljarða! Þar með vinnast tuttugu þúsund ársverk. Það munar um minna. Það hlýtur að vera undarleg tilfinning fyrir samninganefnd Íslands að horfa til baklands sem lítur á það sem meira mál að ná einhverjum samningum en góðum samningum. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar