Handbolti

Grosswallstadt lagði Lemgo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sverre og félagar unnu góðan sigur í kvöld.
Sverre og félagar unnu góðan sigur í kvöld.

Íslendingaliðin Grosswallstadt og Lemgo mættust í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Grosswallstadt vann nauman sigur, 25-24.

Sverre Andreas Jakobsson skoraði eitt mark fyrir Grosswallstadt í leiknum en Einar Hólmgeirsson komst ekki á blað.

Vignir Svavarsson skoraði tvö mörk fyrir Lemgo en Logi Geirsson gat ekki leikið með liðinu vegna meiðsla.

Grosswallstadt komst með sigrinum upp fyrir Lemgo á töflunni. Er nú sjöunda sæti með 33 stig en Lemgo í næsta sæti þar á eftir með 32 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×