Erlent

Öryggisreglur hertar á flugvöllum í Bandaríkjunum

Öngþveiti skapaðist á flugvellinum í Newark í gær þegar maður komst inn á svæði sem hann hafði ekki aðgang að.
Öngþveiti skapaðist á flugvellinum í Newark í gær þegar maður komst inn á svæði sem hann hafði ekki aðgang að. MYND/AP

Í dag taka gildi hertar öryggisreglur á bandarískum flugvöllum þar sem farþegum verður mismunað eftir því frá hvaða landi þeir eru að koma. Útbúinn hefur verið listi yfir lönd, sem sögð eru styðja við hryðjuverkastarfsemi og þurfa farþegar sem koma frá þessum löndum, eða hafa haft viðkomu í þeim, að sæta meiri öryggisgæslu en aðrir.

Um er að ræða lönd á borð við Nígeríu, Pakistan, Sýrland, Íran, Yemen og Kúbu. Örfáum klukkustundum eftir að nýju reglurnar voru kynntar í gær kom þó upp atvik á Newark flugvelli í New Jersey þar sem maður komst inn á öryggissvæði á vellinum, án þess að sýna skilríki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×