Viðskipti innlent

Norðmenn veita Íslandi ekki lán fyrr en eftir þjóðaratkvæði

Sigbjörn Johnsen fjármálaráðherra Noregs segir að norsk stjórnvöld muni ekki taka afstöðu til þess hvort þau láni Íslandi í tengslum við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr en eftir að þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave er lokið. Þar með er ljóst að önnur endurskoðun á áætlun AGS sem átti að fara fram í lok þessa mánaðar mun frestast.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðherranum sem greint er frá á vefsíðunni e24.no. Johnsen segir ennfremur að lausn Icesave málsins sé nauðsynleg fyrir Ísland og það sé jákvætt að íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að halda áfram efnahagsáætlun sinni.

„Við verðum að bíða þess að málið fái meðferð á Íslandi, þar á meðal í væntanlegri þjóðaratkvæðagreiðslu," segir Johnsen í tilkynningunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×