Viðskipti innlent

Ísland dottið af topp tíu listanum yfir líkur á þjóðargjaldþroti

Ísland hefur verið á top tíu listanum hjá CMA frá því skömmu fyrir bankahrunið haustið 2008 eða í næstum tvö ár.
Ísland hefur verið á top tíu listanum hjá CMA frá því skömmu fyrir bankahrunið haustið 2008 eða í næstum tvö ár.
Ísland er dottið af lista þeirra tíu þjóða sem taldar eru í mestri hættu á þjóðargjaldþroti. Listinn er birtur daglega á CMA gangaveitunni.

Sjá mátti á CMA seint í gærkvöldi að skuldatryggingaálag á ríkissjóð Íslands tók mjög snarpa dýfu niður á við og endaði í 330 punktum. Daginn áður hafði álagið staðið í 411 punktum.

Ísland hefur verið á top tíu listanum hjá CMA frá því skömmu fyrir bankahrunið haustið 2008 eða í næstum tvö ár. Lengst af vermdi landið fimmta sæti listans en hefur verið á leið út af listanum frá áramótum. Í gærdag var Ísland komið niður í 9. sæti.

Eins og fram kom í frétt á visir.is í gærdag var mikið misræmi komið í mælingu á skuldatryggingaálagi Íslands hjá CMA og Markit Itraxx vísitölnni. Markit mældi álagið í rúmlega 340 punktum í gærdag þannig að nú er komið samræmi í mælingar þessara tveggja gagnaveitna hvað Ísland varðar.

Það kemur ekki á óvart að Grikkland er nú í fyrsta sæti á topp tíu listanum með álag upp á 878 punkta. CMA metur nú að yfir 50% líkur séu á þjóðargjaldþroti Grikklands.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×