Viðskipti innlent

Birta endurútreikninga í Einkabankanum

Landsbankinn.
Landsbankinn.

Frá og með deginum í dag mun hluti viðskiptavina Landsbankans með erlend fasteignalán geta séð endurútreikning í Einkabankanum. Þar birtist þeim nýr höfuðstóll láns þeirra í íslenskum krónum eins og kveðið er á um í nýsamþykktum lögum um vexti og verðtryggingu.

Landsbankinn mun endurútreikna um 2700 lán þegar allt er talið, en nú liggur fyrir endurútreikningur 1200 þeirra. Samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu sem samþykkt voru á Alþingi 18. desember hafa fjármálastofnanir 60 daga frá samþykkt laganna til að birta viðskiptavinum niðurstöðu útreikningsins.

Eftir áramót verður hægt að staðfesta endurútreikninginn og velja um nýtt verðtryggt eða óverðtryggt lán í íslenskum krónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×