Lífið

Eiginkonan bjargaði Robert Downey úr dópinu

Robert og Susan eru hrikalega hamingjusöm.
Robert og Susan eru hrikalega hamingjusöm.

Robert Downey Jr. segir það yndislega tilfinningu að vera giftur. Leikarinn, sem oft komst í fréttirnar fyrir ósiðsamlegt líferni, gekk að eiga kvikmyndaframleiðandann Susan Levin fyrir fimm árum og segir að hann gæti ekki hugsað sér að lifa án hennar.

„Ég er ekki að grínast þegar ég segi að Susan sé betri helmingurinn í okkar sambandi," sagði Downey í samtali við Independent.

Leikarinn segir þó að Susan hafi ekki breytt sér mikið. Hún hafi einfaldlega sett honum stólinn fyrir dyrnar á ákveðnum tímapunkti og það hafi orðið til þess að hann sigraðist á eiturlyfjafíkninni sinni. „Við breyttum hvort öðru og ég trúi því staðfastlega að ég og frú Downey munum verða saman til æviloka."














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.