Handbolti

Kiel vann á Spáni en Rhein-Neckar Löwen tapaði í Ungverjalandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason var ánægður með sigurinn á Spáni.
Alfreð Gíslason var ánægður með sigurinn á Spáni. Mynd/Bongarts/Getty Images
Kiel vann góðan sigur á Ademar Leon á Spáni en Rhein-Neckar Löwen þurfti hinsvegar að sætta sig við tap á móti Veszprém í toppleik síns riðils í leikjum liðanna í Meistaradeildinni í handbolta í dag.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel sem vann 35-30 sigur á Ademar Leon á Spáni. „Þetta var rosalega mikilvægur sigur," sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel í leikslok enda hefur ekki gengið alltof vel hjá liðinu að undanförnu.

Rhein-Neckar Löwen tapaði á útivelli fyrir ungverska liðinu MKB Veszprém KC í Meistaradeildinni í handbolta í dag eftir að hafa verið 17-12 undir í hálfleik. Ólafur Stefánsson skoraði 2 mörk en Snorri Steinn Guðjónsson var ekki meðal markaskorara.

Veszprém hefur tveggja stiga forskot á Rhein-Neckar Löwen á toppi riðilsins en bæði lið hafa tryggt sig inn í sextán liða úrslitin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×