Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs orðið svipað og hjá Lettlandi

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs er komið í rétt tæpa 500 punkta og er þar með á svipuðum slóðum og það mælist hjá ríkissjóði Lettlands. Álagið hefur ekki verið hærra síðan síðasta sumar en þá var það á niðurleið. Fór það neðst í um 340 punkta á seinnihluta síðasta árs.

Á vefsíðu Credit Market Ananlysis (CMA) sem birtir daglega upplýsingar um skuldatryggingaálög hjá ríkjum og fyrirtækjum, kemur þar að auki fram að líkurnar á þjóðargjaldþroti eru komnar í 29%. Þetta hlutfall fór lægst í rúmlega 20% á síðasta ári.

Miklar hækkanir á skuldatryggingaálagi ríkissjóðs undanfarna daga má rekja beint til ákvörðunnar forseta Íslands í upphafi vikunnar sem ollu töluverðum viðbrögðum hjá matsfyrirtækjum. Fitch Ratings lækkaði lánshæfiseinkunn landsins í rusl flokk og bæði Standard & Poors og Moody´s hafa gefið slíkt hið sama sterklega til kynna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×