Umfjöllun: Dramatískur sigur Hauka á Aftureldingu Stefán Árni Pálsson skrifar 14. október 2010 21:10 Íslandsmeistararnir í Haukum unnu góðan sigur á nýliðum Aftureldingar 22-23 í miklum háspennu leik í kvöld. Björgvin Hólmgeirsson skoraði sigurmarkið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Stemmningin í Mosfellsbæ var með hreinum ólíkindum en það dugði ekki til fyrir heimamenn. Leikurinn byrjaði heldur rólega og liðin virtust frekar ryðguð. Stuðningsmenn Aftureldingar voru aftur á móti allt annað en rólegir. Stemmningin í húsinu var gjörsamlega frábær og fólk að skemmta sér vel. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins og komust í 3-1. Haukar áttu erfitt með að koma boltanum í netið fyrstu tíu mínúturnar og leikmenn liðsins voru langt frá sínu besta. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Haukar að komast yfir 7-6 í fyrsta skiptið í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson var komin í gang og bar uppi sóknarleik gestanna. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og staðan 12-12 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Bæði lið spiluðu hörku varnarleik og lítið um markaskor í fyrri hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu mun betur í seinni hálfleik og komust í 15-12 en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum eftir átta mínútur. Eftir slæma byrjun fór Haukavélin að fara í gang en þeir náðu að komast yfir um miðjan seinni hálfleik, 17-18. Jafnt var á öllum tölum það sem eftir lifði leiks og mikil spenna. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir var staðan 22-22 og Haukar taka leikhlé. Eftir leikhléið var greinilega stillt upp í kerfi sem átti að enda með skoti í blálokin. Björgvin Hólmgeirsson fékk boltann fyrir utan, lyfti sér upp og þrumaði boltanum í netið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Afturelding fékk tækifæri í restina til að jafna leikinn en skot Jóhanns Jóhannssonar fór forgörðum. Niðurstaðan því virkilega mikilvægur sigur fyrir Hauka, en það er nokkuð ljóst að lið Aftureldingar verður virkilega erfitt heim að sækja í vetur. Afturelding - Haukar 22-23 (12-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðason 8(15) , Þorkell Guðbrandsson 5(5), Jón Andri Helgason 2(3), Arnar Theodórsson 2(3), Ásgeir Jónsson 2(2), Reynir Ingi Árnason 1(1), Hrafn Ingvarsson 1(3), Jóhann Jóhannsson 1(4)Varin skot: Hafþór Einarsson 15 Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Hrafn Ingvarsson)Fiskuð víti: 4 (Ásgeir Jónsson 2,Þorkell Guðbrandsson, Jón Andri Helgason)Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 10 (18), Guðmundur Árni Ólafsson 4 (9), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Freyr Brynjarsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (3) Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (5), Einar Örn Jónsson 1(1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 5, Aron Rafn Eðvarðsson 4.Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Heimir Óli, Guðmundur Árni)Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli 3, Freyr Brynjarsson 1)Brottvísanir: 16 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Íslandsmeistararnir í Haukum unnu góðan sigur á nýliðum Aftureldingar 22-23 í miklum háspennu leik í kvöld. Björgvin Hólmgeirsson skoraði sigurmarkið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Stemmningin í Mosfellsbæ var með hreinum ólíkindum en það dugði ekki til fyrir heimamenn. Leikurinn byrjaði heldur rólega og liðin virtust frekar ryðguð. Stuðningsmenn Aftureldingar voru aftur á móti allt annað en rólegir. Stemmningin í húsinu var gjörsamlega frábær og fólk að skemmta sér vel. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu mínútur leiksins og komust í 3-1. Haukar áttu erfitt með að koma boltanum í netið fyrstu tíu mínúturnar og leikmenn liðsins voru langt frá sínu besta. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik náðu Haukar að komast yfir 7-6 í fyrsta skiptið í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson var komin í gang og bar uppi sóknarleik gestanna. Jafnt var á öllum tölum út hálfleikinn og staðan 12-12 þegar leikmenn gengu til búningsherbergja. Bæði lið spiluðu hörku varnarleik og lítið um markaskor í fyrri hálfleiknum. Heimamenn byrjuðu mun betur í seinni hálfleik og komust í 15-12 en Haukar skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleiknum eftir átta mínútur. Eftir slæma byrjun fór Haukavélin að fara í gang en þeir náðu að komast yfir um miðjan seinni hálfleik, 17-18. Jafnt var á öllum tölum það sem eftir lifði leiks og mikil spenna. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir var staðan 22-22 og Haukar taka leikhlé. Eftir leikhléið var greinilega stillt upp í kerfi sem átti að enda með skoti í blálokin. Björgvin Hólmgeirsson fékk boltann fyrir utan, lyfti sér upp og þrumaði boltanum í netið þegar sjö sekúndur voru eftir af leiknum. Afturelding fékk tækifæri í restina til að jafna leikinn en skot Jóhanns Jóhannssonar fór forgörðum. Niðurstaðan því virkilega mikilvægur sigur fyrir Hauka, en það er nokkuð ljóst að lið Aftureldingar verður virkilega erfitt heim að sækja í vetur. Afturelding - Haukar 22-23 (12-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðason 8(15) , Þorkell Guðbrandsson 5(5), Jón Andri Helgason 2(3), Arnar Theodórsson 2(3), Ásgeir Jónsson 2(2), Reynir Ingi Árnason 1(1), Hrafn Ingvarsson 1(3), Jóhann Jóhannsson 1(4)Varin skot: Hafþór Einarsson 15 Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Hrafn Ingvarsson)Fiskuð víti: 4 (Ásgeir Jónsson 2,Þorkell Guðbrandsson, Jón Andri Helgason)Brottvísanir: 8 mínútur Mörk Hauka (skot): Björgvin Þór Hólmgeirsson 10 (18), Guðmundur Árni Ólafsson 4 (9), Þórður Rafn Guðmundsson 4 (7), Freyr Brynjarsson 2 (2), Heimir Óli Heimisson 1 (3) Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (5), Einar Örn Jónsson 1(1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 5, Aron Rafn Eðvarðsson 4.Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Heimir Óli, Guðmundur Árni)Fiskuð víti: 4 (Heimir Óli 3, Freyr Brynjarsson 1)Brottvísanir: 16 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira