Innlent

Staðan furðugóð miðað við samdrátt

Mynd/Heiða Helgadóttir
Almennt er staða á biðlistum eftir skurðaðgerðum á sjúkrahúsum og læknastofum góð ef miðað er við sama tímabil fyrir ári. Þó eru þar undantekningar á, svo sem vegna gerviliðaaðgerða á hné, að því er fram kemur á vef landlæknisembættisins.

Þar segir að vegna árstíðasveiflna í biðlistum sé best að bera saman bið eftir aðgerðum í sama mánuði árin áður. Við slíkan samanburð kemur fram að staðan hefur nánast hvergi versnað, nema hvað varðar gerviliðaaðgerðir á hné.

„Fjöldinn á biðlista eftir slíkri aðgerð er svipaður og var fyrir þremur mánuðum, en hafði þá aukist talsvert. Segja má að staðan sé furðugóð miðað við samdrátt í mannafla og miðað við þann árangur sem t.d. Landspítali hefur náð í að halda kostnaði innan ramma fjárlaga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×